Hér verða umsvifamiklar ferðatakmarkanir uns bóluefni er fundið

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra/Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Tryggja þarf súr­efni til hag­kerf­is­ins inn­an­lands á kom­andi mánuðum þar sem afar ósenni­legt er að opn­ast muni fyr­ir flæði fólks til og frá land­inu fyrr en hægt verður að bólu­setja fólk gegn kór­ónu­veirunni, að sögn Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins.

Í Hlaðvarpi ViðskiptaMoggans segir hún að höfuðáherslu verði að leggja á að kveða Kórónuveiruna niður.

„Núna er það svo að við mun­um ekki sjá fram á að fá er­lenda ferðamenn um nokkra hríð vegna þess að í þess­ari krísu verða tak­mark­an­ir á fólks­flutn­ing­um vegna þess­ar­ar heil­brigðis­vár sem við erum að fást við. Við verðum að ein­blína mjög á inn­lenda hag­kerfið okk­ar. Hvernig við efl­um inn­lenda eft­ir­spurn og einka­neyslu,“ segir hún.

Lilja bendir á að um­fangs­mikl­ar ferðatak­mark­an­ir fram að bólu­setn­ingu geri það að verk­um að hag­kerfið verði að hálfu lokað og hálfu opið. Lífs­nauðsyn­legt sé að tryggja vöru­flutninga til og frá landinu, bæði fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki og eins þá sem þurfa að koma aðföngum hingað.