Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að gera garðinn frægan, því tilkynnt var nú skömmu eftir hádegi í Hollywood, að hún hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist í kvikmyndinni The Joker.
Aðeins eru fáeinir dagar síðan Hildur hlaut hin eftirsóttu Golden Globe verðlaun fyrir tónlistina í sömu mynd. Hún hefur einnig hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir tónlist í hinum umtöluðu sjónvarpsþáttum Chernobyl.
Jóhann Jóhannsson heitinn, sem lengi var samverkamaður Hildar, er eini Íslendingurinn sem hingað til hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist.