Hópsmit á Landakoti er „reiðarslag“: Landspítalinn færður á neyðarstig

Vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 hefur Landspítali verður færður á neyðarstig, samkvæmt viðbragðsáætlun spítalans. Spítalinn hefur að undanförnu verið á hættustigi. 

Þetta kom fram á upplýsingafundi Landspítala með blaða- og fréttamönnum síðdegis í dag. Greint var frá því að 49 sjúklingar og 28 starfsmenn hafa greinst með Covid-19 út frá klasasmiti sem kom upp á Landakoti. Þetta fólk er á Landakoti, Reykjalundi og á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka.

Þetta er í fyrsta sinn sem Landspítali er settur á neyðarstig eftir að núgildandi viðbragðsáætlun spítalans tók gildi árið 2006.

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði að hópsmitið nú væri „reiðarslag“ enda hitti það fyrir viðkvæmustu hópana í samfélaginu og alla áherslu yrði nú að leggja á að bregðast við þeirri stöðu sem upp væri komin.

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, sagði að verkferlar yrðu rannsakaðir til að upplýsa hvernig þetta hefði átt sér stað, en fyrir lægi að smitin mætti rekja til starfsfólks kringum 12. október sl.

Viðbragðsáætlun Landspítala