Heimsbyggðin vaknar upp við hryllilegar fregnir af hryðjuverkum þennan páskadagsmorgun. Nú er ljóst að 140 manns, að minnsta kosti, eru látin eftir hryðjuverkaárásir í Sri Lanka í nótt, þar sem almenningur að njóta páskahátíðarinnar var greinilega skotmarkið.
Hundruð eru slasaðir, þar af margir alvarlega, að sögn lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks.
Greint hefur verið frá átta sprengingum hið minnsta. Þrjár kirkjur í borginni Colombo urðu fyrir árásum, meðan guðsþjónusta vegna upprisu Krists stóð yfir, auk þriggja hótela í sömu borg.
Hér er hægt að fylgjast með beinni textalýsingu BBC frá hinum skelfilegu atburðum.
Friður hefur að mestu ríkt á Sri Lanka frá árinu að Tamíl-Tígrarnir lögðu niður vopn við lok borgarastríðs í landinu.
Forsetinn Maithripala Sirisena hefur beðið þjóð sína að halda ró sinni, þrátt fyrir hina hryllilegu atburði, og aðstoða lögreglu við rannsókn málsins.