Hugleiðsla og núvitund partur af námsskrá í 370 skólum á Englandi

Núvitundarprógrammið eða The Mindfulness program er nú í gangi í kjölfar rannsóknar á andlegri og líkamlegri heilsu sem breska ríkisstjórnin hefur keyrt í gang og mun sú rannsókn standa til ársins 2021.

Í 370 skólum um allt England verður börnum kennt að hugleiða, kennt aðferðir til þess að slaka á vöðvum sem og öndunaræfingar sem hjálpa börnun að vera í núvitund. Það að vera í núvitund snýst um að auka athyglina á núverandi augnabliki og vera meðvitaðri um hugsanir sínar og tilfinningar.


Það að takast á við nýjar og flóknar tilfinningar sem barn getur orðið bærilegra með hugleiðslu og athyglina á augnablikinu. 

Þegar börn taka skapköst og sparka og öskra er það einfaldlega oft vegna þess að þau hafa ekki skilning á því sem þau eru að ganga í gegn um. Því kunna þau hreinlega ekki betri leið til þess að tjá tilfinningar sínar á því augnabliki.

Þegar þau eru í þessari geðshræringu þá er það líklegast vegna þess að þau eru ekki að ná að takast á við þær tilfinningar sem þau eru jafnvel að upplifa í fyrsta skipti á ævinni. 


Skólar í Englandi eru byrjaðir að takast á við vandamálið með nýrri nálgun. Sú nálgun felst í því að kenna þessar andlegu æfingar inni í kennslustofum til þess að bæta andlega líðan nemenda.

Auk grunnskólabarna munu börn í framhaldsskólum einnig læra þessa vitundartækni og hvernig þau geta nýtt sér tæknina í daglegu lífi. 

Burtséð frá þeirri hækkandi tölu ungra barna sem sýna merki um þunglyndi og kvíða á byrjunarstigi, þá hafa skýrslur National Health Service í Englandi ( NHS ) bent til þess að eitt af hverjum átta breskum börnum glímir við einhvers konar geðsjúkdóm.

Þrátt fyrir þessar tölur þá er talið að aðeins eitt af hverjum fimm börnum í Englandi sem glímir við geðröskun af einhverju tagi fái þá hjálp og þá meðferð sem það þarf. 


England er þó ekki eina landið sem hefur gert þessar æfingar að námsefni í skólnum. Árið 2016 ákvað skóli í Baltimore í Bandaríkjunum að skipta eftirsetu út fyrir hugleiðslu. Börnin fengu rými til þess að fara á og gera teygju- og öndunaræfingar í stað þess að sitja eftir.

Er þetta aðferð skólans til þess að fá nemendur til að róast og snúa svo til baka í tíma rólegri og með aukna athygli.


Hvað finnst ykkur kæru lesendur, getur skólakerfið hér gert betur í þessum málum ?