Hundur í Hong Kong greinist með Kórónaveiruna

Væg einkenni Kórónaveirunnar hafa greinst í hundi manns í Hong Kong sem fékk veiruna, að því er stjórnvöld þar staðfestu nú í morgun, föstudag.

Hundurinn virðist hafa fengið vægt smit (e. weak positive) og segir í tilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum að farið verði í nánari greiningu á því hvort hundurinn sjálfur geti borið veiruna, eða hvort um er að ræða snertismit í munni og nefi dýrsins.

Enn er unnið út frá kenningum um að Kórónaveiran hafi fyrst borist til manna frá leðurblökum og geti borist með ýmsum hætti, en yfirdýralæknirinn í Hong Kong segir ekki ljóst hvort gæludýr geti verið smitberar.

Frétt Time um málið.