(Bein textalýsing, fréttin er reglulega uppfærð — vinsamlega uppfærið)
14:44 Sveinn Andri og Þorsteinn Einarsson verða skiptastjórar WOW.
13:00 Strax komnar í gang samsæriskenningar um að nýtt lággjaldaflugfélag sé í startholunum.
12:58 Svo sem nærri má geta eru flugmenn WOW slegnir yfir tíðindunum.
11:36 Hver eru áhrif gjaldþrots WOW?
11:28 Það gekk greinilega mikið á í nótt þegar lokatilraun var gerð til að bjarga rekstri WOW.
11:21 Umfjöllun stórblaðsins Financial Times
11:14 Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands.
11:02 Hér er hægt að sjá hvernig gjaldþrot WOW birtist útvarpsmönnum K100 í beinni útsendingu í morgun.
10:57 Marinó G. Njálsson með færslu sem vekja mun mikla athygli.
10:27 Einar Bárðarson biður Guð að blessa Ísland
10:22 WOW air gat ekki staðið í skilum á um 300 milljóna króna greiðslu, sem átti að greiðast fyrir miðnætti, til Air Lease Corporation (ALC), stærsta leigusala flugfélagsins, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sjö vélar WOW air félagsins voru af þeim sökum kyrrsettar og í kjölfarið sendi félagið frá tilkynningu um að það hefði hætt starfsemi.
Stjórnendur og ráðgjafar flugfélagsins leituðu í gær allra leiða til að fjármagna greiðsluna til ALC, einkum gagnvart Arion banka, viðskiptabanka félagsins, og einnig skuldabréfaeigenda WOW air, en án árangurs.
10:12 Ríkisstjórnin er nú á aukafundi í Stjórnarráðinu við Lækjargötu vegna gjaldþrots WOW air, að sögn Ríkisútvarpsins. Boðað hefur verið til þingfundar klukkan hálf ellefu þar sem fjármálaáætlun er til umræðu.
10:02 Aðgát skal höfð…
09:57 Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, setur fram athyglisverðar hugleiðingar:
„Fyrst fréttir af andláti WOW eru ekki stórlega ýktar þá verður fróðlegt að sjá hvað gerist í framhaldinu:
1. Mun Icelandair njóta sömu fyrirgreiðslu og það hefur getið gengið að, s.l. áratugi þegar félagið hefur komið sér í óefni? Er ekki ósennilegt að ríkisvaldið hlaupi undir bagga með þessu óskabarnabarni þjóðarinnar, fyrst WOW fékk ekki slíkan stuðning? Því væri sá möguleiki raunhæfur að innan einhverra ára verði ekkert íslenskt flugfélag starfandi. Gleymum því ekki að rekstur Icelandair er fjarri því góður. Vel má vera að mengunarskattur verði lagður á flug í framtíðinni sem myndi síst auðvelda rekstur félagsins.
2. Munu önnur lággjaldaflugélög fylla í skarðið sem nú myndast og bjóða upp á hagstætt flug til og frá Íslandi? Skyldu forsendur vera vænlegar til þess, fyrst ekki tókst að reka þetta öfluga flugfélag.
3. Verður nýtt flugfélag stofnað á rústum WOW? Hafa kröfuhafar eitthvað í höndunum til þess arna? Geta miðaeigendur mögulega nýtt flugmiðana í slíku félagi?
4. Eitt sinn bjuggum við fjölskyldan á Ísafirði og þar var þjónusta Flugfélags Íslands, klassískt umræðuefni á mannamótum. Flugmiðar voru (og eru) fokdýrir og ýmsir kvörtuðu undan þjónustunni. Af og til stofnaði hugsjónafólk nýtt flugfélag sem virtist geta boðið mun lægra miðaverð. Það brást ekki, að þá lækkuðu Flugfélagsmenn sína miða, þangað til keppinautar gáfust upp. Eins og hendi væri veifað, þá rauk miðaverðið upp aftur! Gera má ráð fyrir hressilegri hækkun á næstunni hjá Icelandair ef ekkert annað kemur til.
5. Verður mögulega breyting á ferðmennsku með það að leiðarljósi að fólk dvelji lengur á Íslandi þótt ferðum fækki? Held það væri eðlileg þróun og myndi dreifa mjög álagi á ferðamannastöðum. Mun fleiri myndu þá heimsækja Vest- og Austfirði en átroðningur t.d. í Gullna hringnum myndi minnka. Sú breyting gæti vegið á móti minnkandi tekjum vegna minni flugumferðar.
Annars finn ég til með starfsfólki WOW og öllum þeim sem hafa lagt nótt við dag við að leysa úr þessum vanda. Það vekur athygli að nafni minn Mogensen tekur sjálfur ábyrgð á því hvernig komið er. Það þykir mér til eftirbreytni.“
09:45 Nú gerist það sem margir óttuðust. Verð á flugmiðum rýkur upp.
09:36 Arion banki var viðskiptabanki WOW air. Hann hefur sent þessa tilkynningu til Kauphallar Íslands vegna málsins:
09:29 Skúli Mogensen hefur sent starfsfólki WOW air bréf, þar sem hann biðst afsökunar á þeirri stöðu sem upp er komin:
Skv. mbl.is segir hann: „Ég mun aldrei geta fyrirgefið sjálfum mér fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða fyrr þar sem það er augljóst að WOW var ótrúlegt flugfélag og við vorum á réttri leið að gera frábæra hluti aftur.“
Hann segist óska þess heitast að meiri tími hefði verið til stefnu og að hægt hefði verið að gera meira „þar sem þið öll eigið skilið svo miklu meira og mér þykir ákaflega leitt að setja ykkur í þessa stöðu,“ heldur Skúli áfram í bréfi sínu.
09:21 Höfðinginn Jón Hjartarson ( kenndur við Húsgagnahöllina) var um áratugaskeið einn umsvifamesti athafnamaður landsins og hann spáir í spilin.
09:19 Því miður mun athygli heimspressunnar beinast að Íslandi í dag og næstu daga vegna þessara tíðinda, enda varðar þetta hagsmuni tugþúsunda farþega um allan heim.
09:12 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sunnlendinga, hefur eðlilega áhyggjur af afleiðingum tíðinda dagsins:
09:07„Mikil vobrigði fyrir flesta landsmenn“
09:05 Tilkynningin á vef flugfélagsins
09:03: Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur
08:56: Íslendingar eru í áfalli eftir fréttir morgunsins um gjaldþrot WOW air. Auðvitað hafa allir vitað af rekstrarvandræðum félagsins, en undanfarna daga hafði virst sem að rofa væri til í rekstrinum og lánadrottnar að koma inn sem hluthafar.
Í nótt var óvænt tilkynnt að allt flug dagsins yrði stöðvað meðan gengið væri frá fjárhagslegri endurskipulagningu og frekari tíðindi boðuð kl. 9, en hálfníu í morgun var komið annað hljóð í strokkinn: WOW er hætt starfsemi og draumurinn er úti.
Viljinn hvetur lesendur sína til þess að fylgjast með þessari frétt í allan dag, hún verður reglulega uppfærð með viðbrögðum, nýjum fregnum og upplýsingum sem og sögulegri upprifjun.
Allt sem þú þarft að vita um gjaldþrot eins stærsta vinnustaðar þjóðarinnar. Guð blessi Ísland, eins og eitt sinn var sagt.
(Bein textalýsing, fréttin er reglulega uppfærð — vinsamlega uppfærið)