Efling hefur stofnað nýja deild — Félagssvið — sem er ætlað að hjálpa félagsmönnum til að bæta umhverfi og kjör á vinnustaðnum. Þar er fólk hvatt til að halda vinnudagbók og taka niður nöfn og vandamál samstarfsmanna og halda slíkum samræðum og tali um stéttarfélög frá yfirmönnum.
„Vilt þú taka skref til að fá hærri laun, styttri vinnudag, og meira lýðræði á vinnustaðnum þínum eða í starfsgreininni þinni? Þá ertu á réttum stað. Við munum hjálpa þér að ná þessum markmiðum,“ segir á upplýsingasíðu Eflingar um hið nýja félagssvið.
Þar segir ennfremur:
„Besta leiðin til að hefja skipulagningu er í gegnum síma eða tölvupóst. Áður en þú hefur samband er hjálplegt, þó ekki nauðsynlegt, að vita nokkra hluti um vinnustaðinn þinn:
- Fékkst þú og annað starfsfólk ráðningarsamning?
- Er trúnaðarmaður á vinnustaðnum?
- Hversu margir vinna þar?
- Hversu mörg starfssvið eru hjá fyrirtækinu? Hvað eru margir starfsmenn í hverri deild?
Til að byrja með er ráðlegt að tala við vinnufélaga þína um kjör og aðstæður, og gæta þess að halda þessum samræðum og tali um stéttarfélög frá yfirmönnum.
Haltu vinnudagbók og taktu niður nöfn og vandamál fólksins sem þú vinnur með. Þar getur þú líka skráð glósur af fundum, breytingar á vaktaplani, fyrirmæli frá yfirmönnum og svo framvegis. Þegar þú punktar niður atburði er gott að skrá eftir reglunni: hver, hvenær, hvar og hvers vegna. Það borgar sig líka að geyma minnisblöð og launaseðla frá fyrirtækinu.“
Á vefsvæðinu er ekki að finna neina fyrirvera um persónuvernd eða hvort það samræmist lögum þar að lútandi, að skrá upplýsingar um annað fólk, nöfn þess og möguleg vandamál til þess að deila með þriðja aðila, í þessu tilfelli verkalýðsfélags.