Hvernig á að bregðast við dómum MDE í skattamálum?

Mannréttindadómstóll Evrrópu í Strassborg. Arkitekt byggingarinnar er Richard Rogers.

Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherrra hafa skipað nefnd sem á að greina þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota og móta afstöðu til þess hvort og þá til hvaða breytinga þarf að ráðast í til að mæta þeim. 

Íslenska ríkið hefur í þrígang verið dæmt brotlegt gegn 4. gr. 7. samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttinn til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis fyrir sama brot (ne bis in idem).

Við vinnu nefndarinnar skal leggja til grundvallar þær skýrslur sem unnið hefur verið að síðastliðin ár í tengslum við þessi álitaefni. Formaður nefndarinnar er Ása Ólafsdóttir, prófessor, en auk hennar sitja í nefndinni, Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri,Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, Björn Þorvaldsson, saksóknari, Ingibjörg Helga Helgadóttir, lögfræðingur, Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur og Hinrika Sandra Ingimundardóttir, lögfræðingur, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu.