Hvernig getum við verið komin á þennan stað?

Sigmundur Davíð býr sig nú undir kosningabaráttu og gekk að eldgosinu á Reykjanesi á dögunum til að sækja innblástur. / Facebook.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra, segir að stjórnmálaumræða á Íslandi sé á algjörum villigötum.

Í færslu á fésbókinni spyr hann, hvernig við getum verið komin á þann stað að ráðist sé á lögregluna fyrir að vara við fíkniefnaneyslu og vísar þar til gagnrýni sem sett hefur verið fram á forvarnaauglýsingu lögreglumanna gegn kannabisreykingum.

Formaður Miðflokksins segir: „Ég er feginn að okkur tókst að koma í veg fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar/Pírata um lögleiðingu fíkniefna en það má greinilega ekki slá slöku við.“