Hvetur landsmenn til að mynda sér eigin skoðanir

„Stöndum vörð um okkar sjálfstæði, lýðræði og tjáningarfrelsi með því að mynda okkar eigin skoðanir, ekki láta fjölmiðla eða einkahlutafélög stjórna okkar eigin skoðunamyndun,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi, sem birtir nýja mynd af sér í glæsilegum skautbúningi.

„Vissuð þið það að það er búið að banna skoðanakannanir fyrir kosningar í mörgum löndum því þær eru stærsta tólið í skoðanamyndun hjá almenningi,“ bætir hún við.

Að lokum hvetur Ásdís Rán landsmenn til að vera sterka og mynda eigin skoðun með hjartanu.