Hvetur til þess að samið verði við lögreglumenn sem allra, allra fyrst

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. / Lögreglan.

Að sjálfsögðu skiptir það miklu máli að fólkið sem sinnir framlínustörfunum í þeim faraldri sem geysar nú sé ekki með áhyggjur af laununum sínum eða standi í erfiðri kjarabaráttu á sama tíma,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi Almannavarna í Skógarhlíð í dag.

Viljinn spurði hvort þríeykið svonefnda væri með sambærileg skilaboð um launamál lögreglumanna eins og hjúkrunarfræðinga á dögunum, en fjölmargir lögreglumenn hafa lýst mikilli óánægju með stöðu sína undanfarið. Kjarasamningar við ríkið hafa verið lausir um langt skeið, þeir hafa ekki verkfallsrétt og sinna nú mjög erfiðum verkefnum í framlínu baráttunnar gegn útbreiðslu Kórónaveirunnar.

Víðir kvaðst hvetja samninganefndir ríkisins og Landssambands lögreglumanna til að setjast að samningaborðinu og finna lausn til samkomulags „sem allra, allra fyrst.

Það skiptir miklu máli í þessari baráttu,“ bætti hann við.