Hyggst verja fullveldið: Vill miklu frekar bandamenn en andstæðinga í þann slag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kveðst engan áhuga hafa á því að gera Sjálfstæðisflokkinn að andstæðingi sínum í deilum um orkupakka þrjú. Hann segir að Sam­fylk­ing­in og Viðreisn geti séð um það hlut­verk.

„And­stæðing­ar gera stund­um sitt gagn en í þessu máli vil ég miklu frem­ur banda­menn en and­stæðinga. Málið snýst enda um grund­vall­ar­hags­muni og full­veldi þjóðar­inn­ar,“ segir hann í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og á heimasíðu formannsins.

Sigmundur Davíð segir að nú þurfi stuðning allra sem eru reiðubún­ir til að verja full­veldi lands­ins, sama hvort þeir gera það af sann­fær­ingu eða vegna þess að ein­hverj­ir aðrir eru til í þann slag.

Björn Bjarnason.

Hann svarar í grein sinni gagnrýni sem Björn Bjarnason, fv. ráðherra, hefur sett fram um að undirbúningur innleiðingar orkupakkans hafi hafist í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs og þá hafi hann hvorki hreyft legg né lið.

Tilraunir til að færa erlendum stofnunum valdheimildir

Sigmundur Davíð segir að Björn „virðist helst telja það mál­inu til fram­drátt­ar að rík­is­stjórn mín hafi ekki kæft áform ESB um þriðja orkupakk­ann í fæðingu.“ 

„Nú kann vel að vera að ég og aðrir stjórn­arþing­menn fyrri ára hefðum átt að gera enn meira af því en raun var að beita okk­ur gegn hug­mynd­um sem upp hafa komið inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins um aukna ásælni á ýms­um sviðum. Ég verð þó að viður­kenna að vanga­velt­ur í Brus­sel um þriðja orkupakk­ann komu ekki mikið inn á radar ráðuneyt­is­ins í minni tíð. Önnur mál voru þar ofar á baugi og ekk­ert þeirra sner­ist um und­an­láts­semi við Evr­ópu­sam­bandið, öðru nær. Að minnsta kosti er ljóst að við inn­leidd­um ekki þriðja orkupakk­ann eða aðrar til­raun­ir ESB til að auka vald sitt yfir stjórn lands­ins,“ segir Sigmundur Davíð.

Hann segir ljóst að við Íslendingar getum ekki leyft okkur að „fall­ast á til­raun­ir til að færa er­lend­um stofn­un­um vald­heim­ild­ir á Íslandi og leggja grund­vall­ar­hags­muni þjóðar­inn­ar í hend­ur ókjör­inna full­trúa er­lendra ríkja. Prinsippið eitt og sér næg­ir til að hafna slík­um til­b­urðum. Til viðbót­ar hef­ur þeim praktísku hætt­um sem af mál­inu stafa þegar verið lýst ágæt­lega af inn­lend­um og er­lend­um sér­fræðing­um,“ segir Sigmundur Davíð ennfremur í grein sinni.