Í bókinni Ísbjarnafellirinn sem aldrei varð, sem gefin er út í dag af Global Warming Policy Foundation, notar Dr. Susan Crockford nýjustu gögn og endurskoðun nokkurra fáránlegra gilda sem notuð eru í opinberu mati og kemst að þeirri niðurstöðu að ísbjarnastofninn er í raun blómlegur.
Hún segir að tilraunir til að þagga niður þessar upplýsingar hafi mistekist.
Tölur yfir fjölda ísbjarna gætu auðveldlega farið yfir 40.000, sem er u.þ.b. fjórföldun frá árinu 1960 þegar þeir voru varla 10.000 talsins. Frá þessu segir í fréttatilkynningu frá Global Warming Policy Foundation í dag.
„Vísindarannsóknir mínar eru fullkomlega skynsamlegar og þær eru í samræmi við það sem frumbyggjar og aðrir íbúar heimskautsins sjá í kringum sig. Næstum alls staðar komast ísbirnir í nálægð við fólk, þeir eru mun algengari en áður. Saga ísbjarnarins er dásamleg saga velgengni,“ segir hún.
Dr. Crockford lýsir því einnig hvernig að þrátt fyrir fagnaðarerindið hafi sérfræðingar stöðugt reynt að gera lítið úr raunverulegum fjölda dýranna.
Þeir hafi einnig tekið þátt í grimmri ófrægingarherferð í tilraunum sínum til að þagga niður í henni í því skyni að vernda hörmungarsöguna og fjármagnið sem henni fylgir.
„Ósvífnir aðilar hafa reynt að eyðileggja mannorð mitt,“ segir hún. „En staðreyndirnar tala sínu máli, og þeim hefur mistekist.“