ISIS segir hryðjuverkamönnum að forðast Evrópu

Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa sent frá sér svo kallaða sharíatilskipun þar sem liðsmönnum samtakanna er sagt að halda sig frá Evrópu eða „landi faraldursins“ eins og það er orðað í tilskipuninni.

Breska blaðið The Times greinir frá því að þetta komi fram í al-Naba fréttabréfi ISIS. Þar eru liðsmenn einnig hvattir til að hylja munninn þegar þeir hósta eða geyspa og þvo sér reglulega um hendur. Leiðbeiningarnar eru sagðar byggðar á hadít tilskipunum Múhameðs spámanns.

Samkvæmt Al-Naba fréttabréfinu verða smitsjúkdómar ekki til af sjálfum sér heldur samkvæmt skipun frá Allah.

Heilbrigðum er sagt að halda sig frá landi faraldursins en þeir sem eru þar fyrir og kunna að hafa órið fyrir áhrifum skulu vera kyrrir á sama stað.