Jeremías hvað ég grét

A Star is born í leikstjórn Bradley Cooper með honum sjálfum og Lady Gaga í aðalhlutverkum fer sannkallaða sigurför um heimsbyggðina þessa dagana.

Ekki aðeins er tónlistin í myndinni í hæsta gæðaflokki, heldur er leikurinn það líka og oft má heyra ekkasog og áhorfendur að snýta sér í smekkfullum bíósölum.

Ein þeirra sem var í uppnámi yfir myndinni er rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir. Hún skrifaði:

Fyrir hlé var ég rosa hörð og ranghvolfdi augum á fullu og spurði hæðnislega hvort þau ætluðu ekki líka að syngja um morgunverðinn sinn og veðrið.

Svo eftir hlé…ég vil ekki spilla fyrir neinum en jeremías hvað ég grét. Við erum að tala um maskara niðrá hné og ég ætla hringja í kvikmyndaeftirlitið á morgun og heimta að þetta helvíti verði bannað. Ekki sjá hana,“ segir Kamilla í léttum dúr.

A Star is born fær einfaldlega fullt hús. Besta myndin í bænum.