Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og athafnamaður, er nýr varaformaður stjórnar Skeljungs. Hann fékk langmestan stuðning allra frambjóðenda í kjöri til stjórnar á hluthafafundi í félaginu í gær.
Eftirtaldir frambjóðendur voru kjörnir í stjórn félagsins:
Ata Maria Bærentsen
Birna Ósk Einarsdóttir
Jens Meinhard Rasmussen
Jón Ásgeir Jóhannesson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Eftir fundinn var haldinn stjórnarfundur, þar sem stjórn skipti með sér verkum. Jens Meinhard Rasmussen var kjörinn formaður stjórnar. Jón Ásgeir Jóhannesson var kjörinn varaformaður stjórnar.
Í endurskoðunarnefnd tóku sæti Helena Hilmarsdóttir, Ata Maria Bærentsen og Birna Ósk Einarsdóttir. Í starfskjaranefnd tóku sæti Jens Meinhard Rasmussen og Birna Ósk Einarsdóttir. Þá var Þórarinn Arnar Sævarsson tilnefndur til setu af hálfu stjórnar í tilnefningarnefnd.
Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu.