Jón Þór styður ekki þriðja orkupakkann: Vill láta stjórnarskrána njóta vafans

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, kveðst ekki munu styðja innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins í íslensk lög. Hann vilji láta stjórnarskrána njóta vafans.

Þetta kemur fram í svari Jóns Þórs við fyrirspurn til þingmanna á fésbókinni um afstöðu til þeirra til þriðja orkupakkans, en meirihluti landsmanna hefur sagst vera andsnúinn innleiðingu hans, ef marka má skoðanakannanir. Yfirgnæfandi þingmeirihluti er þó fyrr málinu, en hingað til hefur andstaða þingmanna Miðflokksins komið í veg fyrir afgreiðslu þess.

Birgitta Jónsdóttir, fv. forystumaður Pírata, hefur áður lýst yfir andstöðu við orkupakkann og farið fram á að afgreiðslu hans verði frestað. Sama hefur þingmaður flokksins, Helgi Hrafn Gunnarsson, gert, enda þótt hann styðji málið.