Kæra Vigdísar Hauksdóttur í heild sinni og greinargerð

Hér fer á eftir kæra sem Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sent til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, þar sem borgarstjórnarkosningarnar í fyrra eru kærðar vegna alvarlega athugasemda Persónuverndar um brot á lögum. Jafnframt er hér í heild sinni greinargerð sem borgarfulltrúinn hefur lagt fram samhliða kærunni.


Reykjavík 14. febrúar 2019

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Ég undirrituð Vigdís Hauksdóttir, kt. xxx til heimilis að xxx í Reykjavík kæri borgarstjórnarkosningar sem fóru fram hinn 26. maí 2018.

Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórnar, nr. 5/1998, er kærufrestur 7 dagar að afliðnum kosningum. Eðli málsins samkvæmt er sá frestur löngu liðinn, en nú hefur Persónuvernd gert alvarlegar athugasemdir við framkvæmd og aðdraganda kosninganna sbr. úrskurður sem birtur var Reykjavíkurborg hinn 7. febrúar s.l. og lítur kærandi svo á að nýr kærufrestur hafi byrjað að líða þann dag.

Í XIV. kafla sveitarstjórnalaga segir í 93 gr. um kosningakærur: „Sá sem vill kæra sveitarstjórnarkosningu skal afhenda kæru sína hlutaðeigandi sýslumanni innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga.“

Í ljósi framangreinds afhendi ég Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu kæru þessa til efnismeðferðar og úrskurðar.  

Óskað er eftir fresti til að skila greinargerð með kærunni til kl. 12:00, mánudaginn 18. febrúar n.k.

Virðingafyllst

Vigdís Hauksdóttir.

Greinargerð:

Sveitarstjórnarkosningar árið 2018 voru haldnar þann 26. maí og var borgarfulltúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 23.

Á fundi Persónuverndar 31. janúar s.l. var tekin ákvörðun í máli 2018/831, sem er niðurstaða stofnunarinnar í frumkvæðisathugunarmáli gagnvart Reykjavíkurborg, Hagstofu Íslands, [A], lektor við Háskóla Íslands, [B], lektor við Háskóla Íslands, og Þjóðskrá Íslands vegna vinnslu persónuupplýsinga úr kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí 2018 og var Reykjavíkurborg tilkynnt með bréfi hinn 1. febrúar að ákvörðunin yrði birt á vef Persónuverndar. Ákvörðunin birtist 7. janúar 2019.

Ákvörðunarorð Persónuverndar eru eftirfarandi:

  • Vinnsla Reykjavíkurborgar og rannsakenda við Háskóla Íslands á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands, sem fólst í að senda mismunandi skilaboð til ungra kjósenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018, samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000.
  • Vinnsla Reykjavíkurborgar á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands, sem fólst í að senda skilaboð til kvenna 80 ára og eldri og erlendra ríkisborgara fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018, samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000.
  • Vinnsla Þjóðskrár Íslands á persónuupplýsingum sem fól í sér afhendingu upplýsinga til Reykjavíkurborgar um kyn og ríkisfang erlendra ríkisborgara samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000.
  • Ámælisvert er að Reykjavíkurborg hafi ekki veitt Persónuvernd upplýsingar um alla þætti málsins eftir að stofnunin óskaði sérstaklega eftir því með bréfi, dagsettu 14. maí 2018.

Persónuvernd er eftirlitsstofnun ríkisins sem er æðra stjórnvald en sveitarfélögin í landinu upplýsir í ákvörðun sinni um stórfelld brot á þágildandi lögum um persónuvernd, sem eðli máls samkvæmt hlýtur að leiða til ógildingar sveitastjórnakosninga sem fram fóru í Reykjavík 26. maí 2018. Í ljósi uppljóstrunar Persónuverndar telur kærandi að nýr kærufrestur hafi byrjað að líða frá birtingu ákvörðuninnar 7. febrúar. Í lögum nr. 5/1998 um kosningar til sveitastjórna segir í XIV. kafla um kosningakærur, 93. gr. „Sá sem vill kæra sveitarstjórnarkosningu skal afhenda kæru sína hlutaðeigandi sýslumanni innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga.“

Kæru þessari var skilað inn til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um kl. 14:00, 14. febrúar s.l. til efnismeðferðar og úrskurðar.

Felill málsins hjá Reykjavíkurborg og í borgarráði/borgarstjórn

Hinn 16. nóvember 2018 skipaði borgarstjóri starfshóp um leiðir til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018. Hlutverk starfshópsins var, samkvæmt erindisbréfi, að gera tillögur að aðgerðum til þess að auka kosningaþátttöku í næstu borgarstjórnarkosningum í Reykjavík sbr. tillögu borgarstjóra sem samþykkt var í borgarráði 12. október 2017.

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. september 2017:

Lagt er til að settur verði saman hópur sérfræðinga sem geri tillögur að aðgerðum til þess að auka kosningaþátttöku í næstu sveitarstjórnarkosningum. Bæði verði hugað að almennum aðgerðum og sérstaklega leitað leiða til þess að auka kosningaþátttöku ungs fólks og fólks af erlendum uppruna. Rannsóknir sýna að kosningaþátttaka þessara hópa er mun verri en almennt gerist, og því brýnt að leita allra leiða til þess að auka hana. Tillögurnar verði unnar í samvinnu við Reykjavíkurráð ungmenna og fjölmenningarráð og verði lagðar fram í stjórnkerfis- og lýðræðisráði og mannréttindaráði. Leitað verði hugmynda og leiða í samvinnu við sérfróða aðila á sviði markaðs- og kynningarmála, og sjónum í því sambandi einkum beint að samfélagsmiðlum.

Hér má finna tillöguna ásamt greinargerð: https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/aukning_kosningathattoku_1.pdf

Helstu verkefni starfshópsins voru eftirfarandi:

● Að gera tillögur að aðgerðum til að auka kosningaþátttökuí borgarstjórnarkosningum 2018.

● Bæði verði hugað að almennum aðgerðum ensérstaklega leitað leiða til að auka kosningaþátttöku þeirra hópa þar semkosningaþátttaka hefur verið verri en annarra, t.d. ungs fólks og fólks aferlendum uppruna.

● Leitað verði hugmynda og leiða í samvinnu við sérfróða aðila á sviði markaðs- og kynningarmála, og sjónum í því sambandi einkum beint að samfélagsmiðlum.

Starfshópinn skipuðu:

Unnur Margrét Arnardóttir, sérfræðingur, skrifstofa borgarstjóra og borgarritara (formaður). Joanna Marcinkowska, verkefnastjóri, mannréttindaskrifstofa.

Tómas Ingi Adolfsson, sérfræðingur, mannréttindaskrifstofa.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, verkefnastjóri, skrifstofa borgarstjórnar

Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu hinn 18. janúar 2018. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/18.1.2018_lokaskyrsla_-_starfshopur_um_aukna_kosningathatttoku_2018.pdf

Niðurlag skýrslunnar er athyglisvert og strax á þessum tíma var ljóst að Reykjavíkurborg var að fara fram með óeðlilegum afskiptum af kjósendum í borginni.

„Starfshópnum var settur frekar þröngur tímarammi en þó náðum við víðtækusamráði semreyndist mjög dýrmætt. Þegar við lögðum af stað reiknuðum við með því að hópurinn myndi skila hugmynd að auglýsingaherferð sem færi aðallega fram á samfélagsmiðlum en eftir því sem samráðið við hagsmunaaðila varð meira varð okkur ljósara að það er fyrst og fremst skortur á aðgengilegum upplýsingum sem heldur aftur af kjörsókninni en ekki skortur á áhuga eða hvatningu. Í heildina gekk starfið mjög vel. Við vonumst til þess að niðurstöður okkar verði gott veganesti inn í starf Reykjavíkurborgar næstu mánuðina, lýsum yfir eindregnum vilja til að vinna áfram að þeim verkefnum sem við getum og hvetjum eindregið til að þær hugmyndir sem fram koma í skýrslunni verði að veruleika.“

Þegar borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks höfðu fengið upplýsingar um fyrirhugaða útfærslu verkefnisins í apríl 2018, töldu þeir auðsýnt að útfærslan væri varasöm og aðkoma meirihluta borgarstjórnar, sem pólitískt kjörins stjórnvalds, óeðlilega. Töldu fulltrúarnir því nauðsynlegt að afla álits Persónuverndar á aðgerðunum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði 26. apríl 2018, sléttum mánuði fyrir kosningar. Þeirri tillögu var frestað og hljóðar svo. „Lagt er til að borgarráð leiti eftir áliti Persónuverndar vegna fyrirhugaðra aðgerða Reykjavíkurborgar í því skyni að auka þátttöku ákveðinna hópa í komandi borgarstjórnarkosningum. Frestað.“

Vegna alvarleika málsins sáu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sig knúna til að leggja tillöguna fram í borgarstjórn en hún var lögð fram á fundi borgarstjórnar 15. maí 2018. https://reykjavik.is/fundargerd/borgarstjorn-1552018 Þar lét borgarstjóri hafa eftir sér að allt málið hafi verið „unnið eftir réttum leiðum og leikreglum“. Það samræmist ekki úrskurði Persónuverndar en verulegar brotalamir voru á upplýsingagjöf til stofnunarinnar varðandi framkvæmdina. Í annan stað sagði borgarstjóri þetta „almenna aðgerð“, sem er einnig rangt. Var um sértæka aðgerð að ræða eins og bent er á í úrskurðinum.

Dagskrárliður 3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Lagt er til að borgarstjórn leiti eftir áliti Persónuverndar vegna fyrirhugaðra aðgerða Reykjavíkurborgar í því skyni að auka þátttöku ákveðinna hópa í komandi borgarstjórnarkosningum.

Samþykkt með níu atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata að vísa tillögunni til borgarráðs gegn fimm atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur óháðs borgarfulltrúa. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja rétt að vísa tillögum um leiðir og aðgerðir til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningunum 2018 til umsagnar Persónuverndar. Vafi leikur t.d. á því hvort heimilt sé að fara í aðgerðir í þeim götum þar sem kosningaþátttakan er dræm. Staðreyndin er sú að í sumum götum eru mjög fáir íbúar og auðvelt að leiða að því líkum hverjir eiga í hlut. Hjá Reykjavíkurborg eru til gögn um kjörsókn 2014 greind eftir kjördeildum. Auk þess sem skrifstofa borgarstjórnar býr einnig yfir gögnum um nákvæmlega hvaða götur og húsnúmer eru skráð á þessar kjördeildir og því hægðarleikur að nálgast þessa íbúa með bréfpósti og hvetja þá til að nýta kosningaréttinn. Þess vegna teljum við rétt að leitað verði álits Persónuverndar.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: Það ætti að vera öllum flokkum kappsmál að auka kosningaþátttöku, hvort sem er til Alþingis, sveitarstjórnar eða í forsetakjöri.

Tillaga var afgreidd á fundi borgarstjórnar með þeim hætti að henni var vísað í borgarráð. Í kjölfar frétta af fyrrgreindum borgarstjórnarfundi, 15. maí, komst Persónuvernd á snoðir um að Reykjavíkurborg ráðgerði enn fremur að fara í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku meðal erlendra aðila sem ættu lögheimili í Reykjavík og kvenna sem væru 80 ára og eldri. Hér má nálgast upptöku af borgarstjórnarfundinum, dagskrárliður nr. 3 https://reykjavik.is/fundur-borgarstjornar-1552018

Á borgarráðsfundi hinn 17. maí var atburðarrásin eftirfarandi samkvæmt fundargerð vegna dagskrárliða 46 og 47:

Dagskrárliður 46. Fram fer kynning á aðgerðum Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018. Bókanir undir þessum lið eru bundnar trúnaði og færðar í trúnaðarbók borgarráðs. Anna Kristinsdóttir, Hulda Gunnarsdóttir og Hulda Þórisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Dagskrárliður 47. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna aðgerða Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. apríl 2018 og 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 15. maí 2018.

Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata: Lagt er til að mannréttindastjóra verði falið að hafa áfram samráð við Persónuvernd og aðra viðeigandi eftirlitsaðila  við vinnslu aðgerða borgarráðs til auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningunum 26. maí 2018. Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Hinn 31. maí var trúnaði aflétt af bókunum sem settar voru í trúnaðarbók á borgarráðsfundi 15. maí:

Lagður fram að nýju 47. liður fundargerðar borgarráðs frá 17. maí 2018, kynning á aðgerðum Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum sem bókað var um í trúnaðarbók borgarráðs.

Við afgreiðslu málsins voru eftirfarandi bókanir færðar í trúnaðarbók borgarráðs:

Borgarráðsfulltrúinn Kjartan Magnússon leggur fram svohljóðandi bókun:

Fjölmargar spurningar hafa vaknað vegna umræddra aðgerða Reykjavíkurborgar um að örva kosningaþátttöku, m.a. um vinnslu upplýsinga og sendinga óumbeðinna skilaboða til kjósenda. Eðli málsins samkvæmt er um viðkvæmt málefni að ræða og því mikilvægt að ekki vakni grunur um að tilgangurinn með slíkum aðgerðum sé að þjóna ákveðnum framboðum en sniðganga önnur. Umræddar aðgerðir felast m.a. í kynningarherferð í samstarfi við auglýsingastofu þar sem vísað er á ákveðna vefsíðu en á borgarstjórnarfundi 15. maí var á það bent að á umræddri síðu væri ekki að finna upplýsingar um öll framboð sem taka þátt í borgarstjórnarkosningum 26. maí nk. Í a.m.k. einu bréfi er t.d. beinlínis kveðið á um skyldu íbúa til að kjósa sem orkar tvímælis í ljósi þess að það er hluti af kosningaréttinum að nýta hann ekki og senda þannig ríkjandi valdhöfum skýr skilaboð. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því í apríl sl. að óskað yrði eftir áliti Persónuverndar vegna umræddra aðgerða borgarinnar en borgarstjórnarmeirihlutinn hefur beitt ýmsum brögðum til að tefja málið. Ótrúlegt er að meirihlutinn hafi ekki viljað bera umræddar aðgerðir undir Persónuvernd áður en þær komust til framkvæmda.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Í febrúarmánuði samþykkti borgarráð samhljóða ítarlegar og útfærðar tillögur starfshóps um leiðir til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningunum. Nú þegar tillögurnar eru að komast í framkvæmd í aðdraganda kosninga reynir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins að gera þær tortryggilegar. Aldrei var óskað eftir kynningu á verkefninu af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins eins og fram kemur í bókun borgarfulltrúans. Tillögurnar eru byggðar á niðurstöðum rannsókna og reynslu annarra samanburðarlanda um það hvernig hægt er að auka kosningaþátttöku. Það er dapurlegt að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins reyni að gera verkefni um aukna þátttöku í kosningum tortryggilegt, verkefni sem er jákvætt fyrir alla – lýðræðið og samfélagið. 

Borgarráðsfulltrúinn Kjartan Magnússon leggur fram svohljóðandi bókun:

Þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu í febrúar sl. að farið yrði í aðgerðir til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku í komandi borgarstjórnarkosningum, var það að sjálfsögðu gert í trausti þess að ýtarleg kynning færi fram á umræddum aðgerðum með góðum fyrirvara í borgarráði og að gengið yrði úr skugga um það í tæka tíð að ávallt yrði tryggt að ýtrustu persónuverndarsjónarmið yrðu virt. Loks níu dögum fyrir kosningu, fær borgarráð kynningu á málinu í tímahraki eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað óskað eftir upplýsingum og árangurslaust lagt til að umræddar aðgerðir verði bornar undir Persónuvernd áður en þær koma til framkvæmda. Sumar þessara aðgerða eru nú þegar komnar til framkvæmda. Mikilvægt er að sem mest sátt náist um slíkar aðgerðir en með óvönduðum vinnubrögðum í málinu, töfum og leyndarhyggju hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans komið í veg fyrir það. 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Tillögurnar sem allir fulltrúar samþykktu hafa verið kynntar í stjórnkerfis- og lýðræðisráði eins og sjá má í fundargerðum ráðsins. Ekkert var talað um frekari kynningar á málinu í borgarráði þegar tillagan var samþykkt. Dylgjur Kjartans Magnússonar um leyndarhyggju eru ekki svaraverðar. 

Borgarráðsfulltrúinn Kjartan Magnússon leggur fram svohljóðandi bókun:

Eðlilegt hefði verið að ýtarleg kynning á umræddu máli, sem felur í sér svo mikilvægar en jafnframt viðkvæmar aðgerðir, hefði farið fram í borgarráði, sem ber endanlega ábyrgð á þeim áður en þær komust til framkvæmda. Endanlegar útfærslur á mörgum veigaminni aðgerðum eru kynntar í borgarráði áður en þær komast til framkvæmda.

Á fundi borgarráðs voru jafnframt lagðar fram svohljóðandi bókanir:

Borgarráðsfulltrúinn Kjartan Magnússon leggur fram svohljóðandi bókun:

Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð borgarstjóra og meirihlutans vegna aðgerða til að auka kosningaþátttöku í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum. Vafasamt er að stjórnvaldið Reykjavíkurborg sendi þúsundum kjósenda bréf í gluggaumslögum með þeirri fullyrðingu að viðtakandi sé skyldugur til að nýta kosningarétt sinn. Umrædd fullyrðing er röng enda er það hluti af kosningaréttinum að kjósa ekki og senda valdhöfum þannig skilaboð. Þegar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram bókun um þetta atriði á borgarráðsfundi 17. maí sl. komu fulltrúar meirihlutans í veg fyrir að bókunin yrði færð í fundargerð fundarins með þeim rökstuðningi að efni viðkomandi bréfa væri trúnaðarmál þrátt fyrir að þau væru þá á leiðinni til þúsunda kjósenda. Ljóst er að þessi leyndarhyggja meirihlutans stenst enga skoðun. Milljónum króna af fé borgarinnar var varið til að kynna umræddar aðgerðir og í þeim auglýsingum var ætíð vísað á ákveðna vefsíðu. Á vefsíðunni var sérstök síða fyrir Reykjavík og þar birtist eftirfarandi texti á mest áberandi stað: ,,Samfylkingin, Björt framtíð, Vinstri grænir og Píratar mynda meirihluta borgarstjórnar. Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingu er borgarstjóri.“ Engin ástæða var hins vegar talin til að veita upplýsingar um aðra flokka, hvorki þá sem voru í minnihluta borgarstjórnar né ný framboð. 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Kjörsókn í Reykjavík var 67% nú en var 62,8% í borgarstjórnarkosningum 2014. Kosningaþátttaka jókst þannig milli kosninga eftir að hafa stöðugt minnkað milli kosninga frá árinu 1998. Líkur má leiða að því að þær aðgerðir til að auka kosningaþátttöku sem borgarráð sammæltist um að fara út í hafi þannig haft sín áhrif og er starfsfólki þökkuð vel unnin störf við aðgerðirnar sem unnar voru í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, ráðuneyti sveitarstjórnarmála og Háskóla Íslands. Þá voru aðgerðirnar samþykktar þverpólitískt í borgarráði. Frekari greiningar á áhrifum aðgerðanna munu síðan leiða nánar í ljós hver áhrifin af þeim voru. Öllum sextán framboðunum sem buðu fram í kosningunum 26. maí sl. voru gerð góð skil inn á vefsvæðinu egkys.is. Mun þessi vinna þannig nýtast áfram til frekari sambærilegra aðgerða sem og í fræðilegum rannsóknum á kosningaþátttöku. Meirihlutinn harmar það að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi gerst sekur um trúnaðarbrot í málinu sem hafi verið til þess fallið að spilla fræðilegri rannsókn Háskóla Íslands.

Borgarráðsfulltrúinn Kjartan Magnússon leggur fram svohljóðandi bókun:

Þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu í febrúar sl. að farið yrði í aðgerðir til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku í komandi borgarstjórnarkosningum, var það að sjálfsögðu gert í trausti þess að ýtarleg kynning færi fram á umræddum aðgerðum með góðum fyrirvara í borgarráði og að gengið yrði úr skugga um það í tæka tíð að ávallt yrði tryggt að vandaðri stjórnsýslu og ýtrustu persónuverndarsjónarmiðum yrði fylgt. Það var ekki gert. Um er að ræða skýrt dæmi um misnotkun á aðstöðu eins og rakið var í fyrri bókun. Á umræddri vefsíðu var jafnframt vísað á vefsíðu Reykjavíkurborgar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri notaði með afar óeðlilegum hætti í nýafstaðinni kosningabaráttu til auglýsingar á sjálfum sér. Undirritaður vísar á bug þeim ásökunum meirihlutans að hann hafi misfarið með trúnaðarupplýsingar í málinu. Um var að ræða ranga fullyrðingu sem var send í bréfi til þúsunda kjósenda um að þeir væru skyldugir til að kjósa. Undirritaður tjáði sig ekki um efni umrædds bréfs fyrr en það hafði verið sent út í þúsundum eintaka til kjósenda, komið í hendur fjölmiðla og því á almanna vitorði. 

Á borgarráðsfundi 14. febrúar 2019 var lagt fram minnisblað mannréttindastjóra, dags. 13. febrúar 2019, um frumkvæðisrannsókn Persónuverndar á notkun Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands vegna aðgerða til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018, ásamt fylgiskjölum. Dagskárliðurinn er nr. 14 og þar er að finna bókanir borgarfulltrúa ásamt öllum fylgigögnum neðst í fundargerðinni. https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5535

Kærandi bókaði eftirfarandi:

Stofnunum ríkisins, Persónuvernd, Hagstofu Íslands, Þjóðskrá, dómsmálaráðuneytinu, Félagsvísindasviði Háskóla Íslands, Póst- og fjarskiptastofnun og vísindasiðanefnd var þvælt inn í hina svokölluðu „kosningarannsókn“ sem Reykjavíkurborg stóð fyrir í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. Aldrei fyrr á Íslandi hefur verið gerð álíka árás á lýðræðið í landinu. Nánast í hverri einustu stofnun loguðu rauð ljós. Dómsmálaráðuneytið gerði alvarlegar athugasemdir auk Persónuverndar. Póst- og fjarskiptastofnun hafnaði beiðni Reykjavíkur um að senda smáskilaboð til kjósenda með þessum ákvörðunarorðum: Umsókn Reykjavíkurborgar, í samstarfi við Háskóla Íslands, um að fá undanþágu frá banni við óumbeðnum fjarskiptum samkvæmt 46. gr. laga um fjarskipti 81/2003 er hafnað. En áfram var haldið. Ekkert í þessu máli varðar almannahagsmuni eins og það hugtak er skýrt í lögum. Það er kristaltært að viljinn til þess að hafa áhrif á kosningarnar var keyrður áfram af ásettu ráði og verknaðurinn var fullframinn og tókst. Reykjavíkurborg hylmdi yfir að svokölluð rannsókn var útvíkkuð á skrifstofum Ráðhússins þegar ákveðið var að bæta konum sem voru 80 ára og eldri og öllum útlendingum með lögheimili í Reykjavík skilaboð/bréf. Það hefur verið metið  ólögmætt samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ákveðið að senda málið áfram til dómsmálaráðuneytisins til frekari úrskurðar um lögmæti borgarstjórnakosninganna sem fram fóru hinn 26. maí 2018.

Upphafið að opinberri málsmeðferð hófst hinn 14. febrúar með kæru til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem fyrst þarf að úrskurða um málið áður en reynir á úrlausnir dómsmálaráðuneytisins.

Persónuvernd

Mannréttindastjóri Reykjavíkur og rannsakendur Háskóla Íslands senda Persónuvernd bréf hinn 3. maí 2018, með því erindi að óska eftir heimild Persónuverndar til að senda smáskilaboð á þá kjósendur sem máttu kjósa í fyrsta skipti í sveitastjórnarkosningum og til að upplýsa þá um staðsetningu kjörstaðar og fyrirkomulags kosninga. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/3.5.2018_personuvernd_erindi.pdf

14 maí svarar Persónuvernd erindi Reykjavíkurborgar ogtelur sig þá í góðri trú – að Reykjavíkurborg væri að gefa réttar og fullarupplýsingar sem síðar reyndist ekki vera eins og segir í ákvörðunstofnunarinnar. Þá segir í svarinu: „Það er hlutverk ábyrgðaraðila að metahvort fullnægjandi heimild sé fyrir vinnslunni. Í því máli sem hér um ræðir erþá helst að líta til 5. töluliðar 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000, sem heimilarvinnslu almennra persónuupplýsinga sé hún nauðsynleg vegna verks sem unnið er íþágu almannahagsmuna.“ Ekki verðurséð að nokkuð í máli þessu falli undir almannahagsmuni eins og þeir eruskilgreindir í lögum.  https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/14.5.2018_personuvernd.pdf

Sama dag sendir Persónuvernd annað bréfsem skrifað var í kjölfar símtals sem mannréttindastjóri Reykjavíkur átti viðstofnunina og óskað er eftir ítarlegri upplýsingum um rannsóknina. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/17._5.2018_personuvernd_samkvaemt_simtali.pdf

Í kjölfar frétta af borgarstjórnarfundi sem var 15. maí, komst Persónuvernd á snoðir um að Reykjavíkurborg ráðgerði jafnframt að fara í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku meðal innflytjenda og kvenna sem væru 80 ára og eldri. Hinn 17. maí, barst Persónuvernd bréf frá Reykjavíkurborg þar sem ekki var vikið að umræddum bréfum, sem til stóð að senda á þessa nýju markhópa, heldur var aðeins greint frá skipulagi vegna nýrra kjósenda. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/17.5.2018_svar_til_personuverndar.pdf

Í kjölfarið áréttaði Persónuvernd, í bréfi til Reykjavíkurborgar 18. maí, þá  ósk sína að stofnuninni yrði send öll gögn er málið varðaði. Sama dag sá Persónuvernd ástæðu til að gera dómsmálaráðuneytinu og umboðsmanni Alþingis viðvart um aðgerðirnar í ljósi þess að um var að ræða vinnslu persónuupplýsinga, sem fram fór samhliða kosningum. Enda taldi Persónuvernd þá gagnavinnslu einnig geta reynt á ákvæði kosningalöggjafar, eins og fram kemur í bréfi Persónuverndar til umboðsmanns Alþingis og dómsmálaráðuneytisins. Einnig var afrit af bréfinu sent á Hagstofuna. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/18.5.2018_personuvernd.pdf

Hinn 19. maí barst Persónuvernd tölvupóstur frá Mannréttindastjóra Reykjavíkur sem hljóðar svo: „Sæl, vegna mistaka bárust persónuvernd aðeins þau bréf sem snúa að rannsókn Háskóla Íslands þ.e.  bréf til ungra kjósenda. Meðfylgjandi eru þau bréf sem fara til kvenna 80 ára og eldri og þeirra  innflytjenda sem fengið hafa kosningarétt frá síðustu borgarstjórnarkosningum.“  https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/19.5.2018_svar_til_pn_og_bref_80_og_innflytjendur.pdf

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur sendir á ný Persónuvernd erindi hinn 22. maí og þar m.a. lýst að almannahagsmunir ráði því að Reykjavíkurborg sendi bréf og SMS á ákveðna hópa á grunni minnkandi kjörsóknar ungra kjósenda og annara hópa. Síðan segir að þá sé mat aðstandanda málsins að þessir hagsmunir væru verulegir og vísað í erlendar rannsóknir. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/22.5.2018_erindi_til_personuverndar_og_fl._._vegna_rannsoknar.pdf

Hinn 24. maí sendir Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur og rannsakendur bréf til Persónuverndar sem er svar við gagnrýni dómsmálaráðuneytisins. Í því erindi er því lýst yfir að þar sem Vísindasiðanefnd hafi „lagt blessun“ sína yfir aðferðafræðina. Þarna, tveimur dögum fyrir kosningar er augljóst að keyra eigi verkefnið áfram. Á það skal minnt að Vísindasiðanefnd gaf út mjög loðið álit. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/24.5.2018_erindi_personuvernar_og_fl.pdf

12. júní sendi Persónuvernd tilkynningu til Reykjavíkurborgar um frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga úr kjörskrám og rannsókn á kosningaþátttöku, samhliða borgarstjórnarkosninga í Reykjavík í maí 2018. Rétt er að geta þess hér að kærandi var ekki upplýstur um þessa frumkvæðisathugun, þrátt fyrir að hafa hlotið kosningu í borgarstjórn hinn 26. maí 2018. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/12.6._2018personunefnd_frumkvaedisathugun.pdf

7. febrúar s.l. birtir Persónuvernd álit sitt um meiriháttar lögbrot Reykjavíkur gegn þágildandi lögum um persónuvernd.

Dómsmálaráðuneytið sá ástæðu til að senda Reykjavíkurborg bréf hinn 22. maí, þar sem bent var á að ungir kjósendur væru ekki upplýstir um að þeir væru andlag rannsóknar á kosningaþátttöku. Sama gilti um SMS skilaðboð sem senda átti á hópinn.  Þá væri í einu bréfanna að finna villandi upplýsingar þar sem kveðið var á um að það væri borgaraleg skylda að kjósa. Ráðuneytið taldi að ekki væri hjá því komist að benda Reykjavíkur borg þessi atriði. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/22.5.2018_bref_domsmalaraduneytis.pdf Ekki er að finna í gögnum málsins viðbrögð frá Umboðsmanni Alþingis.

Hagstofan og Þjóðskrá

Mannréttindastjóri Reykjavíkur sendi hinn 3. maí bréf til Hagstofunnar í tilkynningarformi hvað varðar tvo hópa, þ.e. konur yfir 80 ára og innflytjendur og erlenda ríkisborgara sem hlotið hafa kosningarétt frá síðustu sveitarstjórnarkosningum og óskaði eftir upplýsingum úr kjörskrá fyrir borgarstjórnarkosningar 2018. Til stæði að snerta þessa hópa til að að upplýsa þessa einstaklinga um kosningarétt sinn. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/3.5._2018_erindi_hagstofu.pdf Sambærilegt bréf var síðan sent daginn eftir, hinn 4. maí til Þjóðskrár: https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/4.5.2018_thjodskra_osk_um_uppl._ur_kjorskra._80_og_innfl.pdf

Nokkru áður, eða hinn 27. apríl, hafði mannréttindastjóri óskað eftir sambærilegum upplýsingum frá Hagstofunni um einstaklinga sem voru að kjósa í fyrsta sinn og skrifa rannsakendur við Háskóla Íslands einnig undir erindið: https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/27.4._2018_erindi_hagstofu.pdf Því er ljóst að um stefnubreytingu var að ræða hjá Reykjavíkurborg og það ákveðið í ráðhúsinu að snerta fleiri hópa en þann sem rannsóknin beindist að.

Hér má finna sýnishorn af bréfi sem send voru til kvenna sem voru 80 ára og eldri á kjördag: https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/80_konur_bref_a4_omerkt_rett.pdf

Hér má finna sýnishorn af bréfum sem voru send til erlendra ríkisborgara sem búsettir voru í Reykjavík á kjördag: https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/erl_rikisb_bref_a4_omerkt_rett.pdf

Póst- og fjarskiptastofnun

Hinn 27. apríl 2018 sendi Reykjavíkurborg Póst- og fjarskiptastofnun erindi ar sem óskað var eftir heimild Póst- og fjarskiptastofnunar til að senda smáskilaboð á þá kjósendur sem gátu kosið í fyrsta skipti í sveitastjórnarkosningum, til að upplýsa þá um staðsetningu kjörstaðar og fyrirkomulags kosninga. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/27.4.2018_erindi_til_post_og_fjarskiptastofnunar.pdf

8. maí 2018 sendi Póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun nr. 7/2018, til Reykjavíkurborgar um synjun umsóknar um undanþágu frá banni við óumbeðnum fjarskiptum með þessum ákvörðunarorðum: „Umsókn Reykjavíkurborgar, í samstarfi við Háskóla Íslands, um undanþágu frá banni við óumbeðnum fjarskiptum samkvæmt 46. gr. laga um fjarskipti 81/2003 er hafnað.“ Í ákvörðuninni kemur fram að stofnunin hafi sent póst til Reykjavíkurborgar 3. maí, og borginni var gerð grein fyrir því að stofnunin teldi sig ekki hafa lagaheimild til að veita undanþágu frá banni við óumbeðnum fjarskiptum samkvæmt 46. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Einnig var það upplýst að stofnunin hygðist synja umsókn borgarinnar, en bauðst jafnframt að leiðbeina borginni um að mögulegt væri að sækja um slíka undanþágu til Persónuverndar. Var borginni veittur frestur til að gera athugasemdir við ákvörðunina til 7. maí, en ekkert svar barst frá borgaryfirvöldum.

Samkvæmt 1. mg. 46. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 er óheimilt að senda smáskilaboð, í þágu beinnar markaðssetningar, nema viðtakandi skilaboðanna hafi sannarlega veitt fyrirfram samþykki sitt fyrir því. Umrætt ákvæði er óundanþægt. Sambærilegt ákvæði var að finna í 2. mgr. 28. gr. þágildandi laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þar sem saði að ábyrgðaraðilar sem störfuðu í beinni markaðssókn og þeir sem notuðu skrár með nöfnum, heimilisföngum, netföngum, símanúmerum og þess háttar eða miðlaði þeim til þriðja aðila í tengslum við slíka starfsemi skyldu áður en slík skrá væri notuð í þeim tilgangi, bera hana saman við bannskrá Þjóðskrár Íslands til að koma í veg fyrir að markpóstur yrði sendur eða að hringt yrði til einstaklinga sem andmælt hefðu slíku. Persónuvernd væri þó heimilt að veita undanþágu frá framangreindu banni vegna vísindarannsókna og hliðstæðra rannsókna, enda þætti ljóst að slíkt gæti skert til muna áráðanleika niðurstöðu rannsóknarinnar.

Vísindasiðanefnd

Athygli vekur að hinn 7. maí, senda rannsakendur beiðni um umsögn til vísindasiðanefndar eftir að Póst- og fjarskiptastofnun hafi bent Reykjavíkurborg á að Persónuvernd mætti veita undanþágu frá banni við smáskilaboðum ef um vísindarannsókna væri að ræða.

Hinn 15. maí 2018 sendi Vísindasiðanefnd Háskóla Íslands frá sér umsögn til Reykjavíkurborgar og taldi að mikið vantaði upp á greinargóðar skýringar varðandi framkvæmd rannsóknarinnar á einum stað í umsókninni. Aðeins með því að tengja saman og gaumgæfa upplýsingar úr ólíkum liðum umsóknarinnar var nefndinni kleift að fá nægjanlega skýra heildarmynd. Engu að síður er enn óljóst hvert hlutverk smáskilaboða yrðu í rannsókninni. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/svar_fra_visindasidanefnd_hi.pdf

Rétt er að minna á ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar frá 29. desember 2017 um óumbeðnar SMS sendingar stjórnmálaflokka þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sendingarnar voru ekki í samræmi við 1. mrg. 46. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. https://www.pfs.is/um-pfs/frettir/frett/2017/12/29/Oumbednar-SMS-sendingar-stjornmalaflokka-oheimilar/ Full rök eru fyrir því að um markaðsefni væri að ræða þegar Reykjavíkurborg sendi SMS á kjósendur á kjördag eins og Vísindasiðanefnd bendir á að óljóst væri hvert hlutverk smáskilaboða væru.

Þá vantar upplýsingar frá Reykjavíkurborg hvaða þjónustuaðila/símafyrirtæki var falið að sjá um að senda smáskilaboðin fyrir hönd borgarinnar.

Niðurstaða

Meirihluti borgarstjórnar virti að vettugi athugasemdir opinberra eftirlitsaðila í aðdraganda borgarstjórnarkosninga sem snéru að útsendingum bréfa og SMSskilaboða til þeirra hópa sem um ræðir.

Alvarlegar athugasemdir dómsmálaráðuneytis, Póst- og fjarskiptastofnunar og Persónuverndar undirstrika alvarleika málsins, enda gerðist borgin brotleg við lög samkæmt ákvörðunPersónuverndar. Dæmi eru um að í réttarframkvæmd hafi kosningar verið ógiltar þegar framkvæmd þeirra hefur verið í andstöðu við lög og til þess fallin að rjúfa kosningaleynd. Með framkvæmd Reykjavíkurborgar í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í maí 2018, að senda gildishlaðin skilaboð til kjósenda og senda þau skilaboð að það væri skylda að kjósa þá er kosningaleynd rofin. Ákveðin afstaða felst í því að mæta ekki á kjörstað til að kjósa, því eru það alvarlegt brot á kosningaleynd að tala um skyldu.

Einnigvar kosning í Helgafellssveit um sameiningu sveitarfélaga ógilt þar semkjörseðill var þannig úr garði gerður að skrift sást í gegnum hann þótt hannværi brotinn saman, sbr. dóm Hæstaréttar frá 8. desember 1994 í máli nr. 425/1994.Eins er óhjákvæmilegt að nefna ákvörðun Hæstaréttar vegna kosningar tilstjórnlagaþings frá 25. janúar 2011.

Segir í niðurlagi ákvörðuninnar:

„Framangreindirannmarkar á framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 verða viðúrlausn málsins metnir heildstætt og er það niðurstaða Hæstaréttar að vegnaþeirra verði ekki hjá því komist að ógilda hana.“

Í 94. gr. laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitastjórna segir að gallar á framboði eða kosningu leiða ekki til ógildingar kosninga, nema ætla megi að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninganna.   

Í e. lið 92. gr.,í XII. kafla laganna, um óleyfilegan kosningaáróður og kosningaspjöll kemur fram að óheimilt er að gefa út villandi kosningaleiðbeiningar. Sama á við í i. lið, 101. gr. XVIII. kafla er fjallar um refsiákvæði. Eins er rétt að minna á 2. tl. 103. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

StjórnvaldiðReykjavíkurborg sendi frá sér afgerandi og gildishlaðin skilaboð til ungrakjósenda um að það væri skylda að kjósa og lét eftirfarandi skilaboð fylgjameð:

„Kosningaréttinum fylgir mikil ábyrgð, og með því að kjósa sinnir þúlýðræðislegri skyldu þinni, eins og mikill meirihluti Íslendinga gerir íhverjum kosningum. Ef fólk eins og þú mætir ekki á kjörstað þá er lýðræðinuekki bara ógnað heldur hefur þú ekki áhrif. Þess vegna er mikilvægt að takaþátt í þeim kosningum sem haldnar eru.“

Hér má færa rök fyrir því að Reykjavíkhafi misbeitt aðstöðu sinni sem yfirboðara og reynt að fá aðila til þess aðgreiða atkvæði á ákveðinn hátt.

Öllu alvarlegriog gildishlaðnari eru þó skilaboðin sem send voru á erlenda aðila búsetta íReykjavík, en þau hljóðuðu svo:

„Reykjavíkurborg sinnir starfsemi grunnskóla,leikskóla, bókasafna, félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk.Reykjavíkurborg sér líka um sundlaugar, rekstur strætó, sorphirðu, snjómoksturog götulýsingu svo fátt eitt sé nefnt. Það er því mikið hagsmunamál fyrir allaíbúa Reykjavíkur að nýta kosningarétt sinn og kjósa þá fulltrúa í borgarstjórnsem þeir treysta til að taka ákvarðanir sem snerta íbúana. Lýðræðið veltur áþví að sem flestir nýti kosningarétt sinn.“

Ekkert í máli þessu réttlætir að um almannahagsmuni hafi verið að ræða. Að öllu þessu sögðu og afgerandi ákvörðun Persónuverndar sem birt var 7. janúar 2019, ber að ógilda borgarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í Reykjavík hinn 26. maí 2018.

Tímalína

18. janúar 2018 –  Skýrsla starfshóps um leiðir til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018 gefin út. https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/skyrsla_starfshops_um_leidir_til_ad_auka_kosningathatttoku_i_borgarstjornarkosningum_2018.pdf )

8. febrúar 2018 – Borgarráð samþykki tillögur starfshóps um leiðir til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum.

16. apríl 2018 – Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Lagt er til að borgarráð leiti eftir áliti Persónuverndar vegna fyrirhugaðra aðgerða Reykjavíkurborgar í því skyni að auka þátttöku ákveðinna hópa í komandi borgarstjórnarkosningum. https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5499

8. maí 2018 – Póst og fjarskiptastofnun sendir bréf til Reykjavíkurborgar með þessum ákvörðunarorðum: „Umsókn Reykjavíkurborgar, í samstarfi við Háskóla Íslands, um undanþágu frá banni við óumbeðnum fjarskiptum samkvæmt 46. gr. laga um fjarskipti 81/2003 er hafnað.“https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/8.5.2018_akvordun_pfs_nr._7-2018.pdf

15. maí 2018 – Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Lagt er til að borgarstjórn leiti eftir áliti Persónuverndar vegna fyrirhugaðra aðgerða Reykjavíkurborgar í því skyni að auka þátttöku ákveðinna hópa í komandi borgarstjórnarkosningum. Tillaga er ekki samþykkt en henni er vísað til borgarráðs. https://reykjavik.is/fundargerd/borgarstjorn-1552018

15. maí 2018 –  Í kjölfar fréttar RÚV af fyrrgreindum borgarstjórnarfundi, 15. maí, komst Persónuvernd á snoðir um að Reykjavíkurborg ráðgerði enn fremur að fara í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku meðal innflytjenda og kvenna sem voru 80 ára og eldri.

17. maí 2018  – Lögð fram að nýju í borgarráði tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna aðgerða Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. apríl 2018 og 3. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 15. maí 2018. Tillagan er ekki samþykkt en gerð er við hana breytingartillaga sem Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki stutt. Bókanir borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins færðar í trúnarðarbók fram yfir kosningar. Trúnaði aflétt á borgarráðsfundi 31. maí.https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5490

17 maí 2018 – Borgin sendir Persónuvernd afrit af bréfum til nýrra kjósenda en gat ekki til um þau bréf sem til stóð að senda  til innflytjenda og kvenna yfir áttrætt. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/17.5.2018_svar_til_personuverndar.pdf

18. maí 2018 – Persónuvernd sendir Reykjavíkurborg enn á ný bréf þar sem fram kemur að upphafleg beiðni 3. maí hafi verið afar villandi. Þá ítrekaði Persónuvernd framkomna ósk um að stofnuninni yrðu send öll gögn sem málið vörðuðu. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/18.5.2018_personuvernd.pdf

18. maí 2018  Persónuvernd sendir bréf til dómsmálaráðuneytis og umboðsmanns Alþingis vegna fyrirætlana borgarinnar, enda taldi Persónuvernd þá gagnavinnslu einnig geta reynt á ákvæði kosningalöggjafar, eins og fram kemur í bréfi Persónuverndar til umboðsmanns Alþingis og dómsmálaráðuneytisins.  https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/18.5.2018_personuvernd.pdf

22. maí 2018 – Reykjavíkurborg sendir erindi á Persónuvernd þar sem hún tjáir stofnuninni að smáskilaboðinverði ekki send áalla heldur aðeins hlutanýrra kjósenda. Í erindinu er Persónuvernd enn fremur tjáð að viðtakendur skilaboðanna verði ekki upplýstirum að þeir séu þátttakendur í vísindarannsóknþar sem það muni „rýra mjög upplýsingagildi þeirra niðurstaðna sem vonast er til að verði af rannsókninni,“ eins og segir í bréfinu: https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/22.5.2018_erindi_til_personuverndar_og_fl._._vegna_rannsoknar.pdf

23. maí 2018 – Dómsmálaráðuneytið sá ástæðu til að senda Reykjavíkurborg bréf í kjölfarið þar sem bent var á að ungir kjósendur væru ekki upplýstir um að þeir væru andlag rannsóknar á kosningaþátttöku. Þá væri í einu bréfanna að finna villandi upplýsingar um borgaralega skyldu til að kjósa.  https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/22.5.2018_bref_domsmalaraduneytis.pdf

26. maí 2018 – borgarstjórnarkosningar/sveitastjórnakosningar

31. maí 2018 –  Trúnaði aflétt af bókunum sem höfðu verið settar í sérstaka trúnaðarbók á fundi borgarráðs hinn 17. maí. Lagður fram að nýju 47. liður fundargerðar borgarráðs frá 17. maí 2018, kynning á aðgerðum Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum sem bókað var um í trúnaðarbók borgarráðs.https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5505

12. júní 2018 – Tilkynning Persónuverndar um frumkvæðisathugun. https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/12.6._2018personunefnd_frumkvaedisathugun.pdf

7. febrúar 2019 – Úrskurður Persónuverndar. https://www.personuvernd.is/urlausnir/akvordun-personuverndar-um-notkun-reykjavikuborgar-og-rannsakenda-vid-haskola-islands-a-personuupplysingum-fra-thjodskra