Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og formaður Íhaldsflokksins (ÖVP), var felldur með vantrauststillögu Sósíaldemókrata (SPÖ) og Frelsisflokksins (FPÖ), aðeins nokkrum dögum eftir að hann sleit ríkisstjórnarsamstarfi við FPÖ, og þrátt fyrir sigur hans í Evrópuþingkosningunum.
Frá þessu segir Kronenzeitung.
Kurz sleit ríkisstjórnarsamstarfinu og boðaði til nýrra þingkosninga vegna hins svokallaða Ibiza-skandals, myndbands sem sýndi formann samstarfsflokksins FPÖ, Hans-Christian Strache, gefa konu, sem hann taldi vera rússneskan auðjöfur, loforð um fyrirgreiðslur gegn stuðningi fyrir síðustu þingkosningar í landinu.
Kurz hefur lofað nýrri stjórn stuðningi, en kvað vilja kjósenda eigi munu liggja fyrir fyrr en eftir kosningarnar í haust.
Forseti Austurríkis, Alexander van der Bellen, mun nú þurfa að tilefna nýjan kanslara fram að þingkosningunum, sem væntanlegar eru í september nk.