Karl Lagerfeld látinn

Karl Otto Lagerfeld, einhver þekktasti fatahönnuður allra tíma, er látinn.

Hann lést í París í morgun, að sögn franskra fjölmiðla. Hann var 86 ára að aldri.

Lagerfeld var Þjóðverji og er þekktastur fyrir að hafa verið listrænn stjórnandi tískuhússins Chanel um langt árabil. Hann var einnig listrænn ráðgjafi ítalska tískuhússins Fendi, auk þess sem hann hannaði eigin fatalínur.

Einkennismerki Lagerfelds alla tíð var hvítt hár hans, svörtu sólgeraugun og grifflur.