Katrín hugleiðir framboð, Svandís snýr aftur og allt klárt fyrir kosningar

Kjarasamningarnar á dögunum til nokkurra ára voru pólitískur stórsigur fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem kemur fram „boss lady“ sem ræður för og íhugar nú af alvöru forsetaframboð. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er í kosningabaráttu um allt land með heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir, enda ljóst að kosningar nálgast. Starfsfólki matvælaráðuneytisins hefur verið tilkynnt að Svandís Svavarsdóttir snúi brátt til baka úr veikindaorlofi. Geta ráðherrar landsins ekki haldið í sér um aukin ríkisútgjöld meðan peningastefnunefnd Seðlabankans ræður ráðum sínum? Hvernig eru einstakir stjórnmálaflokkar búnir undir kosningar? Og möguleg forsætisráðherraskipti? Er Sigurður Ingi að gera sig kláran í forsætisráðherrastólinn? Hver verður forseti í október nk. og forsætisráðherra?

Þetta og margt fleira kemur til umræðu í fyrsta þættinum af Grjótkastinu, reglulegum þætti í Hlaðvarpinu Björn Ingi á Viljanum, sem finna má á öllum streymisveitum, en þar spjalla þær Ólöf Skaftadóttir fjölmiðlamaður og laxabóndi og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og greina stöðuna á skemmtilegan og fróðlegan hátt.