Katrín með forystu á ný, Halla Hrund á niðurleið en nafna hennar Tómasdóttir á uppleið

Katrín Jakobsdóttir fv. forsætisráðherra er líklegust til að verða forseti Íslands, miðað við nýja könnun Maskínu sem Stöð 2 birti í kvöld á undan kappræðum sex efstu frambjóðenda í baráttunni sem stendur nú sem hæst.

Svo virðist sem Katrín eigi sér nokkuð tryggt fylgi fjórðungs þjóðarinnar og mælist hún nú með 26,1% stuðning. Þar á eftir kemur orkumálastjórinn Halla Hrund Logadóttir með 21,8%, en hún hefur dalað töluvert í fylgi undanfarið, en hún fór hæst fyrir rúmri viku í Gallup og mældist þá með 36%. Frá síðustu könnun Maskínu hefur Halla Hrund farið niður um átta prósentustig á aðeins einni viku.

Það er einkum Halla Tómasdóttir sem sækir fram, fær nú 149% og meira en tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu könnun Maskínu. Er hún á svipuðum slóðum og þeir Baldur Þórhallsson (16,2%) og Jón Gnarr (12,6%). Arnar Þór Jónsson fengi 5,2% og aðrir minna.