Ketamín-lyf gæti ráðið úrslitum í baráttunni gegn sjálfsvígum

Lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum eru byrjuð að þróa lyf sem inniheldur Ketamín í baráttunni við sjálfsvíg.

Ketamín var upphaflega þróað árið 1962 til að nota sem svæfinga-, deyfinga- og verkjalyf, en það veldur einnig ofskynjunum. Það hefur verið selt og notað ólöglega sem partýlyf á borð við MDMA, og til að upplifa ofskynjanir svipað og LSD og ofskynjunarsveppir sem innihalda psilocybin.

Lyfið hefur lengi verið bannað í Bandaríkjunum og víðar vegna þess.

Útreikningur á áhættu og ávinningi við notkun á ólöglegum ofskynjunarlyfjum hefur breyst í kjölfar vaxandi fjölda sjálfsvíga í Bandaríkjunum. Frá árinu 1999 til ársins 2016 fjölgaði sjálfsvígum þarlendis um 30%. Það er nú næstalgengasta dánarorsökin fyrir fólk þarlendis á aldrinum 10 til 34 ára, á eftir slysum, og það þó svo að það dragi úr sjálfsvígum á heimsvísu. Vaxandi efnahagsleg mismunun, fyrrum hermenn, ópíóíðafaraldurinn og greiður aðgangur að byssum hafa þó einnig verið nefndar sem mögulegar ástæður fyrir hækkun sjálfsmorða í Bandaríkjunum. En engin bylting hefur orðið í að draga úr þessum mögulegu áhrifaþáttum.

Lyfið gæti fengið samþykki í mars

En nú skal snúa vörn í sókn varðandi sjálfsvíg. Fyrsta lyfið til að fyrirbyggja sjálfsvíg inniheldur Ketamín og er frá lyfjarisanum Johnson og Johnson. Lyfið bíður samþykkis til notkunar við meðferðarþolnu þunglyndi í mars nk., og við endurteknum sjálfsvígshugsunum innan tveggja ára.

Lyfjafyrirtækið Allergan Plc einnig er ekki langt að baki við að þróa eigin skjótvirkt þunglyndislyf sem gæti hjálpað sjúklingum með sjálfsvígshugsanir.

Alvarlega þunglyndir og sjúklingar með ásæknar sjálfsvígshugsanir sem hafa tekið þátt í prófunum greina frá gríðarlegum mun á líðan sinni, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að lyfið var prófað á þeim, á meðan að þau lyf sem notuð eru í dag taka margar vikur og mánuði að skila tilætluðum árangri, og hjá sumum sjúklingum næst lítill sem enginn árangur.

Kosturinn við að endurskoða Ketamín sem mögulegt lyf við alvarlegum og útbreiddum krankleikum eins og þunglyndi og sjálfsvígshugsunum, felist m.a. í því að til þegar séu til eldri rannsóknir á því og lyfið sé mjög ódýrt í framleiðslu, meðal annars þar sem að einkaleyfi fyrir rannsóknum og framleiðslu á því eru útrunnin.

Heimild: Bloomberg.