Konurnar taka yfir í yfirstjórn Evrópusambandsins

Dr. Von der Leyen verður fyrsti Þjóðverjinn til að leiða framkvæmdastjórn ESB í 50 ár og fyrsta konan til að gegna embættinu.

Leiðtogar Evrópu hafa vikum saman setið bullsveittir við að velja, og hafa þeir nú loksins komið sér saman um tilnefningu á nýjum forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) og bankastjóra Seðlabanka Evrópu. Í fyrsta sinn í sögunni yrði um tvær konur að ræða í tvö æðstu embætti ESB.

Christine Lagarde, forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er tilnefnd í embætti seðlabankastjóra Evrópu á meðan varnarmálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen er tilnefnd í embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB.

Eftir margra mánaða vangaveltur hafði hvorug þeirra áður verið nefnd til sögunnar sem líklegir kandídatar. Charles Michel, belgíski forsætisráðherrann, er tilnefndur sem forseti Evrópuráðsins á meðan utanríkisráðherra Spánar er tilnefndur til að sjá um utanríkistefnu ESB.

Frakkinn Christine Lagarde verður seðlabankastjóri Evrópu.

Von der Leyen verður þá fyrsti Þjóðverjinn til að leiða framkvæmdastjórn ESB í 50 ár. Lagarde hafði verið nefnd sem mögulegur arftaki Jean-Claude Juncker í forsetastól framkvæmdastjórnar ESB, en hún þykir ekki passa inn í hefðbundinn prófíl þeirra sem áður hafa verið valdir í stöðu seðlabankastjóra.

Nánar má lesa um hvern og einn þeirra sem hér hafa verið nefnd í úttekt Financial Times.