Kórónaveiran lifði á yfirborði skemmtiferðaskips í allt að sautján daga

Svo virðist sem hin bráðsmitandi Kórónaveira hafi lifað góðu lífi á yfirborði ýmissa hluta um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess í allt að sautján daga. Þetta er niðurstaða vísindamanna Bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar, sem hafa rannsakað skipið og önnur skemmtiferðaskip vandlega undanfarna daga eftir að smit kom upp um borð með þeim afleiðingum að mjög mikill fjöldi farþega sýktist.

Hingtað til hefur verið talið að Kórónaveiran lifi ekki svo lengi á yfirborði hluta á borð við stóla, handriða, borða og hverskyns hluta sem við snertum í daglegu lífi, en þessar nýju upplýsingar gætu skýrt hvers vegna svo stór hluti farþega veiktist, líka þeir sem framan af sýndu engin einkenni.

Fram að þessu hefur verið talið að veiran lifi í skemmri tíma á yfirborði hluta úr plasti og stáli, eða allt að þrjá daga, að því er fram kemur í frétt CNBC.