Kórónaveiran verst fyrir eldri borgara: 15% dánarlíkur hjá áttræðum og eldri

Kórónaveiran hefur nú greinst um allan heim en hún leggst afar mismunandi illa í fólk og virðist aldur og almennt heilsufar skipta þar mestu máli.

Business Insider greinir frá rannsókn Kínversku smitsjúkdómastofnunarinnar sem bendir til þess að veiran sé langverst fyrir eldri borgara með undirliggjandi heilsufarsvandamál. En um 80% þeirra sem smitast fá aðeins væg einkenni.

Rannsóknin byggir á 44 þúsund staðfestum smitum í Kína og er víðtækasta rannsóknin til þessa á áhrifum Kórónaveirunnar á fólk eftir aldri.