Kosið utan kjörfundar í Kringlunni og Smáralind

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram á 1. hæð í Smáralind, nálægt inngangi í norðausturhluta, og á 3. hæð í Kringlunni, bíógangi.

Opið er alla daga vikunnar milli kl. 10:00 og 22:00, að því er segir í fréttatilkynningu frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Á kjördag, laugardaginn 25. september verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli kl. 10:00 og 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.