Krefjast 65 milljarða norskra króna í loftslagsmál

Loftslagsráðstefnan COP25 stendur nú yfir í Madríd á Spáni. Mynd/NASA

Eitt af megin þemum loftslagsráðstefnunnar COP25, sem hófst í Madríd í gær, er hvernig bæta og fjármagna skal tap og tjón af völdum loftslagsbreytinga. Frá Noregi mættu forsætisráðherra, loftslagsráðherra og fulltrúar frá bæði Stórþinginu og Samaþinginu.

Fyrir ráðstefnuna höfðu 152 aðilar skrifað undir ákall til Carolina Schmidt, leiðtoga loftslagsráðstefnunnar. Í bréfinu er þess krafist að Noregur og önnur rík ríki greiði fyrir tjón vegna veðus í fátækum löndum.

Frá þessu segir Netavisen í gær.

„Loftslagshamfarir eiga sér stað einu sinni í viku og eru áætlaðir kostnaður upp á 300 milljarða dollara á hverju ári … svo við biðjum um að komið verði á fjármögnunarkerfi og skuldir þróunarríkja sem upplifa slíkar hörmungar afskrifaðar,“ segir í bréfinu.

Útreikningarnir fengnir úr skýrslu Sameinuðu þjóðanna

Útreikningarnir eru teknir úr skýrslu Sameinuðu þjóðanna (SÞ), og fjárhæðin er um 2.752 milljarðar norskra króna, sem er um það bil tvöföld fjárlög Noregs.

Í ákallinu er farið fram á að það verði fjármagnað af „ríkum löndum“ til dæmis með „skatti á fjármálaviðskipti, millilandaflug og jarðefnaeldsneyti“.

Lagt er til að leggja ábyrgðina á efnuð iðnríki sem í sögunni hafa samanlagt losað mest af gróðurhúsalofttegundum.

Á meðal þeirra sem hafa skrifað undir áfrýjunina eru bæði Hjálparstarf kirkjunnar, Caritas í Noregi, Alþjóðlega kvennadeildin í þágu friðar og frelsis, og Samtök sem berjast fyrir afskrift skulda.

Græningjar hafa lagt til kröfur loftslagsaktívista, um að Norðmenn verji 65 milljörðum norskra króna árlega í loftslagsaðgerðir í þróunarlöndunum. Talsmaður ungliðahreyfingar Græningja Hulda Holtvedt telur kröfuna réttláta og sanngjarna.