Kringlubón til sölu

Kringlubón hefur um árabil verið ein þekktasta bónstöð landsins.

Bónstöðin Kringlubón er til sölu vegna sérstakra aðstæðna eiganda. 

Kringlubón skiptist í aðstöðu fyrir bílaþvott og þrif annars vegar og aðstöðu fyrir lakkþjónustu hins vegar (mössun, leiðréttingar, Keramik húðun), að því er segir í auglýsingu frá Fasteignasölunni Bæ.

„Á þvottastöðinni sinnum við venjulegum bílaþrifum innan og utan með bestu vörunum á markaðnum sem gefa bestan árangur. Við bjóðum líka djúp hreinsun og gufuþrif til að fjarlægja bletti lykt og sveppi,“ segir ennfremur í auglýsingunni, auk þess sem tekið er fram að gert sé við lakk bíla, lakkið sé massað til að fjarlægja rispur og viðgerðir. Jafnframt sé boðið upp á keramikhúðun sem verndi yfirborð bíla í langan tíma og stöðvi að tjara og salt skaði málningu.

Kringlubón kveðst hafa samninga við mismunandi fyrirtæki fyrirtæki sem tryggi hluta tekna. Einnig sé staðsetningin góð upp á að þjónusta eigendur verslunar og þjónustu í næsta nágrenni.

Velta fyrirtækisins er sögð 25 milljónir á ári, hagnaður hafi verið 6 milljónir og söluverð ásett 10 milljónir króna.