Lady Gaga og fleiri stjörnur þakka heilbrigðisstarfsfólki á Covid-19 tónleikum

Helstu stórstjörnurnar í heimi tónlistarinnar munu koma fram á sérstökum góðgerðartónleikum sem sjónvarpað verður um heim allan laugardaginn 18. apríl nk. Lady Gaga tilkynnti þetta á blaðamannafundi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO í dag.

Söngkonan segir að allur ágóði af tónleikunum muni renna til kaupa á heilbrigðistækjum og búnaði til baráttunnar við Kórónuveiruna Covid-19.

„Við stöndum öll í þakkarskuld við heilbrigðisstarfsfólk um allan heim og framlínufólk almennt,“ sagði söngkonan.

Kynnar á tónleikunum verða þeir Jimmy Fallon, Jimmy Kimmel og Stephen Colbert. Gestalistinn er orðinn ansi spennandi, en þar má nefna Alanis Morissette, Andrea Bocelli, Billie Eilish, Billie Joe Armstrong, Burna Boy, Chris Martin, David Beckham, Eddie Vedder, Elton John, FINNEAS, Idris og Sabrina Elba, J Balvin, John Legend, Kacey Musgraves, Keith Urban, Kerry Washington, Lang Lang, Lizzo, Maluma, Paul McCartney, Priyanka Chopra Jonas, Shah Rukh Khan og Stevie Wonder.

Viðburðurinn verður sýndur á sjónvarpsstöðvum víða um heim, en honum verður einnig streymt á Facebook, Instagram, Twitter og Youtube.