Landsbankinn frestar aðalfundi

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans og Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs bankans.

Á fundi bankaráðs Landsbankans þann í dag var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti á morgun, miðvikudaginn 20. mars 2024.

Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl, en eins og Viljinn greindi frá í gærkvöldi, krafðist forstjóri Bankasýslunnar þess að aðalfundinum yrði frestað um fjórar vikur vegna óánægju með upplýsingagjöf varðandi kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni.

„Bankasýslan hefur með bréfi, dagsett 18. mars 2024, óskað eftir upplýsingum varðandi tilboð Landsbankans í TM tryggingar hf. Bankaráð mun svara bréfinu innan tilskilins frests,“ segir á heimasíðu bankans.