Langdræg flaug frá Gaza særði sex í Ísrael

Langdrægt flugskeyti sem skotið var frá Gaza-svæðinu lenti á heimili í Mishmeret í miðju Ísrael snemma í morgun og særði sex manns, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Mishmeret er landbúnaðarbær norður af Tel Aviv, en árásin er gerð nú þegar vaxandi spenna er vegna þess að 30. mars verður ár frá mótmælunum við landamæri Gaza og en einnig vegna heimsóknar Benjamin Netanyahu til Washington, sem býður sig fram í fimmta skiptið fyrir kosningarnar 9. apríl nk.

Tel Aviv og aðliggjandi bæir urðu síðast fyrir árásum í stríðinu við Hamas íslamistanna sem stjórna Gaza árið 2014.

Heilbrigðisyfirvöld á staðnum kváðust hafa sex manns til aðhlynninngar vegna sára, þar af eitt ungbarn, en eitt hús er illa farið eftir árásina.

Árásin varð aðeins mínútum eftir að ísraelski herinn flautaði loftvarnarsírenum á svæðinu og tilkynnti um að flugskeyti hefði verið skotið af Gaza-ströndinni 80 km frá þeim stað sem Hamas og fleiri skæruliðar geyma slík vopn.

Enn hafa engin viðbrögð borist frá Palestínskum stjórnvöldum.

Tveimur flugskeytum var skotið í átt að Tel Aviv þann 14. mars en ollu engu tjóni, skv. ísraelskum stjórnvöldum, sem kenna Hamas um, en ónefndur embættismaður heldur því fram að þeim hafi verið skotið fyrir slysni.
Engin viðbrögð hafa enn borist frá Netanyahu vegna atviksins, en gera má ráð fyrir að ísraelsk stjórnvöld bregðist harkalega við.