Leynd um efni minnisblaðs til ríkisstjórnar um Grindavík

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur hafnað beiðni Viljans um að fá aðgang að minnisblaði sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra kynnti ríkisstjórn í gærmorgun um efnahagsleg áhrif jarðhræringanna í Grindavík.

Í svari ráðuneytisins til Viljans segir:

„Minnisblöð sem lögð eru fyrir ríkisstjórn eru undanþegin upplýsingarétti skv.6. grein upplýsingalaga og verður umrætt minnisblað ekki afhent.

Ákvörðun þessi er kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga. Málið skal borið skriflega undir úrskurðarnefndina innan 30 daga, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga.“