Leynifundur til að koma orkupakka 3 með leiftursókn gegnum þingið

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóri er ritstjóri Morgunblaðsins.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fv. forsætisráðherra, segir í Reykjavíkurbréfi blaðsins í dag, að ríkisstjórnin hafi haldið „leynifund“ með þingmönnum sínum um að koma orkupakka þrjú með leiftursókn í gegnum þingið.

„En það er ekki öruggt að þeir nái samt að koma aftan að þjóðinni í málinu, enda geta þeir illa rökstutt hvað fyrir þeim vakir og hvaða nauðsyn knýr þá áfram.“ segir hann.

„Bret­land er ein af stórþjóðum ESB og borg­ar mynd­ar­lega með sér í sel­skap­inn, þótt frú Thatcher tæk­ist á sinni tíð, með því að sveifla gereyðing­ar­vopni sínu, hand­tösk­unni ógur­legu, að knýja hall­ar­verði sam­bands­ins til að end­ur­greiða Bret­um nokk­urn hluta þess sem henni þótti of­greitt.

Beisk­ir búró­krat­ar hafa gert nokkr­ar at­lög­ur að þess­um „ráns­feng“ hinn­ar fræknu frú­ar og meira að segja átt sér banda­menn hjá litlu drengj­un­um í henn­ar eig­in landi, eins og þeir hafa átt víðar, eins og við þekkj­um svo rauna­leg dæmi um frá Íslandi.

Ices­a­ve hróp­ar enn sinn vitn­is­b­urð um þess hátt­ar ódreng­skap úr nýliðinni sögu og nú er enn hottað á litlu dreng­ina út af meintri óhlýðni varðandi þriðja orkupakk­ann.

Hinum tveim­ur var lætt inn og ein­hverj­ir telja það brota­ferli gott for­dæmi fyr­ir áfram­haldið!

Og sum­ir í hópi hinna litlu bregðast ekki vond­um málstað og eru tekn­ir að reima á sig hlaupa­skóna, eins og viðbúið var.

Frú May myndi sóma sér vel í þeim hópi,“ segir Davíð jafnframt í Reykjavíkurbréfi sínu.