Leynilega hljóðupptakan á Klausturbar var ólögleg og ber Báru að eyða henni

Frá Klausturbar við Kirkjutorg.

Leynileg hljóðupptaka Báru Halldórsdóttur á samræðum þingmanna á veitingastaðnum Klaustri hinn 20. nóvember í fyrra fór í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerð Evrópusambandsins. Skal Bára eyða upptökunni og senda Persónuvernd staðfestingu á að svo hafi verið gert eigi síðar en 5. júní næstkomandi.

Þetta segir í úrskurði stjórnar Persónuverndar sem birtur var málsaðilum í dag.

Persónuvernd telur ekki tilefni til þess að beita sekt í málinu, en undirstrikar að hljóðupptökunum skuli eytt og staðfesting send þar að lútandi.