Líf telur ekkert að því að Dagur sitji í rýnihópnum um braggamálið

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna.

Líf Magneu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Vinstri grænna, telur ekki óeðlilegt að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eigi sæti í þriggja manna rýnihópi sem fari yfir skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um braggamálið.

Gagnrýnt hefur verið að borgarstjóri eigi þannig að rannsaka eigin störf og ábyrgð. Hefur Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagt að hún ætli ekki að taka sæti í rýnihópnum ef Dagur ákveði að sitja þar sem fastast.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri / mynd: Samfylkingin.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Líf:

„Mér finnst það eðli­legt því hann er æðsti yf­ir­maður stjórn­sýsl­unn­ar og æðsti yf­ir­maður borg­ar­inn­ar og á meðan hann er það þá hlýt­ur hann að njóta ein­hvers trausts til að fara í saum­ana á því sem bet­ur má fara inn­an stjórn­sýsl­unn­ar. Þannig að að svo stöddu finnst mér ekk­ert að því að hann taki sæti í þess­um hópi,“ seg­ir Líf.

Líf gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Hildar á veru Dags í rýnihópnum.

„Ef hann nýt­ur ekki trausts Hild­ar Björns­dótt­ur þá er það allt annað mál. Það er bara eðli póli­tík­ur­inn­ar. … Hún er að setja upp póli­tískt leik­rit og það þarf auðvitað inni­stæðu fyr­ir því en á meðan ekk­ert annað hef­ur komið upp þá þarf þetta eðli­lega að hafa sinn gang þar sem fram­kvæmda­stjóri borg­ar­inn­ar tek­ur á þess­um mál­um og hvernig bet­ur megi gera í framtíðinni.“ 

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fyrirspurnir hennar og gagnrýni leiddu til þess að Innri endurskoðun var falið að rannsaka braggamálið.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, segir hins vegar við Morgunblaðið að það sá fásinna að Dagur ætli að skoða sjálfan sig og eigin verk.

„Ég tel að það sé al­gjör fás­inna og al­gjör­lega ófært ef þessi hóp­ur kemst á lagg­irn­ar að Dag­ur sitji í því að skoða sjálf­an sig og viðbrögð við sín­um eig­in af­glöp­um sem koma fram í skýrsl­unni. Þetta er merki um al­gjöra blindu á eig­in verk. Ég hef gagn­rýnt það frá byrj­un og skip­un þessa hóps.“