Lífeyrisþegar og afnám skerðinga hlýtur að vera næst á dagskrá

„Það er ástæða til að fagna því að náðst hafi kjarasamningar og óska þeim sem komu að gerð þeirra til hamingju með að hafa náð niðurstöðu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra.

Hann segir við hæfi að óska Vilhjálmi Birgissyni og Ragnari Þór Ingólfssyni sérstaklega til hamingju með að hafa tekist að koma verðtryggingarmálum aftur á dagskrá. „Ég óska þeim góðs gengis við að fylgja málinu eftir og hvet þá til dáða,“

Sigmundur Davíð hefur um árabil talað fyrir afnámi verðtryggingar og vísar til þess að hann hafi áður séð fjármálaráðuneytið taka að sér slíkt, án þess að eitthvað hafi komið út úr því. 

„Eftir mánuð verða liðin fimm ár frá því að fjármálaráðuneytið tók að sér að hrinda þessum aðgerðum í framkvæmd, svo ekki hefur skort undirbúningstíma. Næst á dagskrá hljóta svo að vera aðgerðir til að rétta hlut lífeyrisþega og afnema skaðlegar, ranglátar og óhagkvæmar skerðingar,“ segir Sigmundur Davíð.