Margir vilja fremur verja tímanum með hundinum sínum en öðru fólki

Í baklandi Viljans eru hundar í hávegum hafðir. Björk Gunnarsdóttir, Hrafn Björnsson og Þorsteinn Svanur Jónsson með hundana Rakel og Pjakk. Myndin er tekin á Halldórsstöðum í Þingeyjarsýslu.

Meira en annar hver Bandaríkjamaður viðurkennir að vilja stundum frekar verja tíma með hundinum sínum en taka þátt í félagslífi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun.

Link AKC, fyrirtæki sem gerir hundaólar, lét framkvæma könnun á dögunum og þar kemur fram að meirihluti Bandaríkjamanna viðurkennir að þeir sleppi stundum viðburðum í félagslífinu til þess að gera eitthvað með hundinum sínum í staðinn.

Meira en tvö þúsund hundaeigendur tóku þátt í könnuninni og þar var meðal annars spurt um samband manns/konu og hunds og hver andleg/líkamleg áhrif væru af því fyrir manneskju að eiga hund.

Mikill meirihluti hundaeigenda telja að það hafi jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu sína að eiga hund. Stór hluti telur þá hjálpa sér að komast gegnum erfiða daga og einkum nefndu margir að mannsins besti vinur komi sér vel við fráfall í fjölskyldunni og þegar sorgin er mest.

Þykir þér þessi grein fróðleg eða gagnleg? Deildu henni þá til vina og kunningja sem kynnu að hafa gaman að henni.