MDE: Árni Kolbeinsson var ekki óhlutdrægur sem dómari í Al-Thani málinu

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu, MDE, hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi ekki verið óhlutdrægur í niðurstöðu Hæstaréttar í Al-Thani málinu svonefnda. Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, sem allir voru dæmdir til fangelsisrefsingar í málinu kærðu dóma gegn sér og málsmeðferðina alla til MDE, en niðurstaða hans frá í morgun er að málsmeðferð íslenskra dómstóla hafi verið með eðlilegum hætti fyrir utan setu Árna í Hæstarétti, þar sem sonur hans hafi starfað fyrir Kaupþing fyrir gjaldþrot hans og einnig síðar.

Dómurinn kemst einróma að þeirri niðurstöðu að einn dómara Hæstaréttar í málinu hafi ekki mátt teljast óhlutdrægur eða óvilhallur vegna tengsla sem að sonur hans hafði við þann banka sem brotið hafði verið framið gagnvart og síðar skilanefnd hans.

Um þetta segir dómurinn:

„In these circumstances, the Court considers that the family link between Mr K. and Á.K. was sufficient to create objectively justified fears as to Á.K.’s impartiality as a judge in the criminal appeal proceedings against the applicants. Á.K. was acting as a judge in a criminal case concerning transactions which had taken place within a bank with which his son had had close connections as a senior employee both before and after its collapse and which had been the opposing party in civil proceedings brought against two of the applicants while he was head of its legal department. Moreover, the fact that Mr K. was in receipt of payments as a consultant for the bank after having left its employment is an additional element which must be taken into account, especially in view of the fact that the consultancy was contemporaneous with the Supreme Court proceedings. Finally, the Court considers that all of the applicants could legitimately harbour doubts as to Á.K.’s objective impartiality, although the civil proceedings in question were brought against only two of them.“

Niðurstaða MDE er sú að greiða eigi fjórmenningunum tvö þúsund evr­ur, hverj­um fyr­ir sig, í máls­kostnað og bæt­ur.

Árni Kolbeinsson var vanhæfur sem dómari í Hæstarétti í Al-Thani málinu, segir MDE.

Róbert Spanó, dómari við MDE, vék sæti í málinu vegna vanhæfis og tók Ragnhildur Helgadóttir sæti í hans stað.

Hægt er að lesa dóm MDE í heild sinni hér.