Meðvirkni, hneykslunargirni og viðkvæmni komin út fyrir öll eðlileg mörk

Brynjar Níelsson fv alþingismaður.

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að sú ákvörðun Seðlabankans að koma myndlist sem sýnir nekt fyrir í geymslum, sé aðeins eitt mál af mörgum af sama meiði, þar sem allir eigi að vera lausir við hvers kyns óþægindi.

„Börn eiga ekki að bera ábyrgð á hegðun sinni og aldrei upplifa vanlíðan. Fólk á ekki að bera nokkra ábyrgð á heilsu sinni og því má ekki segja við alltof feita fólkið að offita sé bæði skaðlegt fyrir það og skattgreiðendur. Aðeins neytendur nikótíns mega fá það óþvegið,“ segir Brynjar í færslu á fésbók í morgun.

„Ég veit ekki hver ástæðan er, en þessi meðvirkni, viðkvæmni og hneykslunargirni er komin út fyrir öll eðlileg mörk myndi einhver segja,“ segir Brynjar.