Mesta heimsógn frá spænsku veikinni: Kórónaveiran gæti smitað 50-75% mannkyns

Dr. Richard Hatchett, sérfræðingur í faraldsfræði og smitsjúkdómum og ráðgjafi breskra og bandarískra stjórnvalda í heimsfaröldrum, segist ekki hafa séð jafn ógnvekjandi faraldur og Kórónaveiruna á ferli sínum.

Hatchett hefur verið fenginn til að leiða leitina að bóluefni gegn Kórónaveirunni og hann segir að enginn faraldur hafi valdið jafn mikilli ógn gagnvart mannkyni síðan Spænska veikin fyrir um einni öld.

Hatchett segir að allt að 18 mánuði geti tekið að koma bóluefni á markað og það geti kostað gríðarlegar fjárhæðir.

Allt velti á viðbrögðum stjórnvalda í hverju landi fyrir sig og sameinuðu átaki alþjóðasamfélagsins, en faraldsfræðingar telji að Kórónaveiran geti með þessu áframhaldi breiðst út til helmings eða þriggja fjórðu hluta mannkyns.

Hægt er að sjá viðtal við vísindamanninn hér að neðan, en það var birt fyrr í kvöld á sjónvarpsstöðinni Channel 4 í Bretlandi.