Miðflokkur fagnar áfangasigri: Hráa kjötið og orkupakkinn bíða til hausts

Nú á sjötta tímanum náðist samkomulag um lok þingstarfa í sumar og mun þing ljúka störfum fyrir sumarfrí á næstu dögum. Miðflokkurinn náði í gegn að fresta þriðja orkupakkanum og gildistöku laga um innflutning á hráu kjöti.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sagði í kvöldfréttum RÚV, að hann væri ekki ánægður með það hvernig þingstörfin hefðu þróast og allt of auðvelt væri að taka þingið í gíslingu. Þá hefði stjórnarandstaðan ekki komið samhent að samningaborðinu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fagnaði á hinn bóginn sigri. Hægt yrði að rýna betur í þriðja orkupakkann og fara betur yfir málið. Það væri mjög jákvætt.