Miðflokkur í stórsókn en Sjálfstæðisflokkur nálgast sögulegt lágmark

Nokkrir þingmanna Miðflokksins: Karl Gauti Hjaltason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason og varaþingmaðurinn Jón Þór Þorvaldsson.

Töluverðar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna, ef marka má nýja skoðanakönnun sem MMR birtir í dag. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 19,0% og minnkaði um rúm þrjú prósentustig frá mælingu MMR í júní. Í sögulegu tilliti er um einstaklega vonda útkomu fyrir flokkinn að ræða. Svo vonda að MMR hefur aldrei mælt flokkinn með minna fylgi.

Fylgi Pírata mældist 14,9% og hélst nær óbreytt frá síðustu mælingum. Þá jókst fylgi Miðflokksins um um tæp fjögur prósentustig milli mælinga og mældist nú 14,4%. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur fengið hjá MMR nokkru sinni. Má gera því skóna, að framganga flokksins í andstöðunni við þriðja orkupakkann sé nú að skila sér í könnunum.

Miðflokkurinn — sem margir spáðu dauðdaga eftir Klaustursmálið — er þannig orðinn stærri skv. þessari könnun en Vinstri græn og jafnstór Samfylkingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 40,9% samanborið við 40,2% í könnun júnímánaðar.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,0% og mældist 22,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 14,9% og mældist 14,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 14,4% og mældist 10,6% í síðustu könnnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,5% og mældist 14,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,3% og mældist 11,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 9,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,4% og mældist 7,7% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,8% og mældist 4,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,3% og mældist 4,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi annarra flokka mældist 0,8% samanlagt.
1907 Fylgi