Miðflokkur og Píratar sækja í sig veðrið, en stjórnarflokkarnir tapa

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur minnkaði um tæp tvö prósentustig frá síðustu fylgismælingu MMR og mælist nú 21,7%. Píratar mældust með 15,0% fylgi, sem er tæplega einu og hálfu prósentustigi meira en flokkurinn mældist með í síðustu könnun.

Þá minnkaði fylgi Framsóknarflokksins um tæplega tvö og hálft prósentustig en fylgi Miðflokksins jókst um rúm tvö prósentustig frá síðustu mælingu.

Flokkur fólksins er skv. könnuninni aftur kominn yfir 5% múrinn og Sósíalistaflokkurinn virðist á góðri leið með að gera slíkt hið sama.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í dag.

Stuðningur við ríkisstjórnina jókst um um tæp fimm prósentustig og mældist nú 46,5% en var 41,8% í síðustu mælingu.

  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,9% og mældist 13,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,4% og mældist 11,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,2% og mældist 8,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,0% og mældist 9,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,7% og mældist 11,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,4% og mældist 4,7% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,5% og mældist 2,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi annarra flokka mældist 1,2% samanlagt.