Miðflokkurinn bætir verulega við sig en Píratar tapa miklu fylgi

Kosningu Pírata um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna orkumála lauk í dag.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist um rúmt prósentustig frá í byrjun mánaðarins og mælist nú 21,3%. Samfylkingin mældist með 13,9% fylgi, sem er nær óbreytt frá síðustu könnun. Þá minnkaði fylgi Pírata um rúmlega þrjú og hálft prósentustig en fylgi Miðflokksins jókst um rúmlega tvö og hálft prósentustig frá síðustu mælingu.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokkanna sem MMR birti á vef sínum í morgun. 

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkaði um um rúm fjögur prósentustig og mældist nú 40,9%.

  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,9% og mældist 14,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,2% og mældist 13,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 11,8% og mældist 9,2% í síðustu könnnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 11,6% og mældist 9,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 9,8% og mældist 13,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 8,4% og mældist 9,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,4% og mældist 5,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,2% og mældist 4,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi annarra flokka mældist 1,4% samanlagt.
1905 2 Fylgi