Miðflokkurinn hyggst stilla upp lista í öllum kjördæmum

Nokkrir þingmanna Miðflokksins: Karl Gauti Hjaltason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason og varaþingmaðurinn Jón Þór Þorvaldsson.

Stjórnir kjördæmafélaga Miðflokksins hafa ákveðið aðferð við val á lista fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi.

Í tilkynningu frá flokknum segir að uppstilling verði viðhöfð í öllum kjördæmum og munu uppstillingarnefndir taka til starfa á næstu dögum. Það er sama aðferð og Viðreisn hefur valið í aðdraganda sinnar kosningabaráttu, en aðrir flokkar hafa ýmist notað forvöl, prófkjör eða blöndu af uppstillingu og kosningum milli frambjóðenda.

Samhliða því verður auglýst eftir framboðum á heimasíðu flokksins www.midflokkurinn.is.