Miðflokkurinn með 13,4% fylgi

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn skv. nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands með 25,4% fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn næst stærstur með 19% en í þriðji sæti er Miðflokkurinn sem er áfram í stórsókn og mælist nú með 13,4% sem er besta útkoma flokksins í skoðanakönnunum í langan tíma.

Þátttakendur voru einnig spurðir „Ef alþingiskosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“

Framsóknarflokkurinn mælist fjórði stærsti flokkurinn með 10% fylgi. Flokkur Fólksins, Viðreisn og Píratar mælast með svipað fylgi eða um 7-8%. Vinstri hreyfingin grænt framboð mælist með undir 5% fylgi og næði ekki manni á þing.

Könnunin var send út á netpanel Félagsvísindastofnunar. 2.638 manns svöruðu könnuninni. Af þeim tóku 93% afstöðu til spurningarinnar um hvern þau myndu kjósa til forseta ef kosið yrði í dag.

Gögnin voru vigtuð til þess að endurspegla þýðið sem best.