Mikil tíðindi hafa orðið á fylgi flokkanna, sé miðað við nýja fylgiskönnun sem MMR birti nú um hádegisbil. Miðflokkurinn rýkur enn upp í fylgi og nálgast nú það að verða stærsti stjórnmálaflokkur landsins.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 18,1%, þremur prósentustigum minna en við mælingu MMR í seinni hluta október. Fylgi Miðflokks mældist 16,8% og jókst um rúmlega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu.
Þá minnkaði fylgi Samfylkingar um rúm tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 13,2% en fylgi Pírata jókst um tæplega tvö prósentustig og mældist nú 10,8%.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 41,5%, samanborið við 42,2% í síðustu könnun.
- Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 18,1% og mældist 21,1% í síðustu könnun.
- Fylgi Miðflokksins mældist nú 16,8% og mældist 13,5% í síðustu könnnun.
- Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,2% og mældist 15,3% í síðustu könnun.
- Fylgi Pírata mældist nú 10,8% og mældist 8,9% í síðustu könnun.
- Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,6% og mældist 9,7% í síðustu könnun.
- Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 10,0% í síðustu könnun.
- Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,4% og mældist 10,0% í síðustu könnun.
- Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,3% og mældist 8,0% í síðustu könnun.
- Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,0% og mældist 2,6% í síðustu könnun.
- Fylgi annarra flokka mældist 2,2% samanlagt.