Miðflokkurinn orðinn næststærsti flokkur landsins

Fylgi Miðflokksins mældist 14,8% og jókst um tæp þrjú prósentustig frá síðustu mælingu MMR, en ný könnun fyrirtækisins birtist nú eftir hádegi. Hefur fylgi flokksins aldrei mælst hærra. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 19,8%, einu og hálfu prósentustigi meira en við mælingu MMR í september.

Þá minnkaði fylgi Pírata um rúmlega þrjú og hálft prósentustig og fylgi Vinstri-grænna minnkaði um tvö og hálft prósentustig.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 42,0%, samanborið við 43,7% í síðustu könnun.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,8% og mældist 18,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 14,8% og mældist 12,0% í síðustu könnnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,1% og mældist 14,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 11,0% og mældist 10,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,3% og mældist 12,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,1% og mældist 11,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 8,8% og mældist 12,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,6% og mældist 4,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,1% og mældist 2,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi annarra flokka mældist 2,4% samanlagt.
1910 Fylgi